Er íhaldið að snúa sér til Brussel?

Það að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar skuli nú vera að koma til fundar gæti verið vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að taka ákvarðanir sem eru ekki lige ud af landevejen samkvæmt þeirri stefnu sem hann hefur verið að fylgja hingað til.

Hvað gæti það verið?

  • Er verið að taka beygju til Brussel?
  • Er verið að veita lífeyrissjóðunum einhver kjör eða með skilyrðum sem eru harkaleg?
  • Er verið að breyta yfirstjórn Seðlabankans?
  • Mun eitthvert samseðlabankalánið kosta peningalegt sjálfstæði?
  • Á loksins að fara í að endurskoða peningamálastefnuna?

Tíðinda er örugglega að vænta innan tíðar.

Við skulum vona að þessar fréttir tryggi góðar fréttir kl 9 í fyrramálið.


mbl.is Fjölgar í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, a.m.k. ekki þetta fyrsta. Geir sagði nú síðast fyrir um klukkustund að ef sett yrði fram krafa um ESB-aðild í þeim viðræðum sem eru í gangi yrði hún ekki aðgengileg. Hann þurfti ekki endilega að svara þessu en gerði það samt og það með afar ákveðnum og skýrum hætti.

En "keep dreaming" eins og þeir segja :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:08

2 identicon

Segðu mér hvers vegna vill Framsókn að Ísland gangi í ESB ?

Og af hverju ertu svona viss um að Framsókn sé það eina og rétta?

Ég hef verið í Framsóknarflokknum, en var fljót að forða mér þegar ég fékk fullvissu mína um að flokkurinn horfði fast til ESB. Þú mátt eða helst send mér skilaboðin á netfangið sem ég gef upp á minni bloggsíðu.

Þessari spurningu er varpað til höfundar síðunnar, ekki þess sem kommentaði áðan.

Síðuhöfundur er Gestur Guðjónsson

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Er íhaldið að snúa sér til Brussel?

þegar þungavigtarmenn í íslensku viðskipta-og atvinnulífi sem eru í Sjálfstæðisflokkum eru skoðaðir. Þá sýnist mér þeir flestir vera búnir að því. Eftir standa einstaka Geir-fuglar sem óðum eru að tína tölunni.

Atli Hermannsson., 5.10.2008 kl. 15:14

4 identicon

Sem betur fer eru fleiri til í Sjálfstæðisflokknum en nokkrir útgerðarmenn og peningamenn eða kaupmenn.

Þeir hefðu ekki fengið eins góða kosningu í síðustu kosningum, ef svo væri.

Svo er það þannig í þeim flokki að hver má hafa sína skoðun, á öllu.

Það er ekki nein flokkssamþykkt eða tilskipun að ofan sem skipar þér eitt eða annað. Eða bannar eitthvað sérstakt.

Ef þú vinnur svoleiðis klásúlu í flokkssamþykktinni,  þá birtu hana opinberlega.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einmitt Sigrún. Skírt og skorið út í granít.


Því miður á Brussel enga peninga því þá væru bankar og fyrirtæki ekki á hausnum og 8% allra ekki atvinnulausir, og Þjóðverjar hefðu ekki þurft að láta sér nægja 0,00% aukingu í einkaneyslu á síðustu 10 árum á meðan Íslendingar fengi 50%.


Segðu mér hvers vegna vill Framsókn að Ísland gangi í ESB ?

Þetta er sennilega uppbótarákvörðun og fer eftir fallþunga drengja á breytingaraldri. Afsakið.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru kannski að ræða þá brýnu nauðsyn að Davíð verði hækkaður í tign og boðið sæti í öryggisráðinu – og að lækka síðan þetta vonlausa vaxtaálag.

Jón Valur Jensson, 6.10.2008 kl. 02:03

7 identicon

Jón Valur.

Láttu þig dreyma.

Barátta okkar til að komast í Öryggisráðið er fyrirfram vonlaus barátta.

Svo Davíð verður áfram á Íslandi, enda stafar okkur engin hætta af honum.

Þeir sem hafa tekið ótæpileg lán í erlendri mynt, og það hefur ca helmingur landsmanna gert, hafa komið Íslandi á þennan kalda klaka.

Ekki Davíð. Þegar opnaðist þessi möguleiki fyrir allan almenning, þá höguðum við okkur eins og þegar opnaðir eru nýir stórmarkaðir hérlendis,

Biðraðir myndast um nóttina, burtséð frá þörf eða peningastöðu.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband