Uppgjör eða uppgjöf draumsins um hinn alfrjálsa markað

Frjálshyggjupostularnir hljóta að sýta þessa niðurstöðu og telja henni allt til foráttu, þótt þeir þegi nú þunnu hljóði.

Þeir segja að allt inngrip í markaði sé af hinu slæma, það sem hafi orsakað þessa kreppu og öll inngrip muni bara auka enn á vandann.

Það megi alls ekki grípa inn í markaðinn, hann eigi að sjá um þetta sjálfur og hann geti það. Hið sama ætti að eiga við hér, ríkinu beri sem sagt að Haardera, eða eins og Hannes Hólmsteinn sagði á laugardaginn var:

"Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað mistækir"

Það er rétt. Markaðurinn getur alveg séð um sig sjálfur,

  • ef þér er alveg sama um afdrif þeirra sem eru á markaðnum, þá líklegast með þeim rökum að þeir hafi vitað af áhættunni sem þeir voru að taka,
  • ef þér er sama um þá staðreynd að þeir sem eru að taka ákvarðanir á markaði bera ábyrgð á aðilum, t.d. fjölskyldu sinni og afkomendum fæddum sem ófæddum, sem enga hugmynd hafa um ákvörðun þína,
  • ef þú trúir því að hægt sé að koma á kerfi þar sem allir á markaðnum hafi allar upplýsingar á sama tíma,
  • ef þú trúir því að menn misbeiti ekki valdi og upplýsingum,
  • ef þú trúir því að ef allir taki ákvarðanir sem eru þeim sjálfum fyrir bestu í þrengsta skilningi, þá sé það heildinni fyrir bestu, óháð áhrifum ákvörðunar hvers og eins á náungann.

Þetta fer nefnilega allt saman einhvernvegin.

Það er líklegast grundvallarkennisetningin og hún stenst, þetta fer allt saman einhvernvegin, einhver mun jú eiga eitthvað á endanum. Kapítalismanum er bara sama hver það er og hvernig öðrum reiðir af.

En sú kennisetning byggir því á annari skilgreiningu á því hvað sé samfélag en ég get fellt mig við.

Ég vil búa í samfélagið þar sem við komum hvort öðru við og á því eiga ákvarðanir stjórnvalda að byggja.

Guð gefi að þessar ákvarðanir stjórnvalda geri það sem best.


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband