Afleiðing hálfvitagangs

Þegar menn eins og Geir H Haarde og Davíð Oddsson voga sér að gefa út jafn hálfvitalega yfirlýsingu og þá að þeir ætli ekki að standa við ábyrgðir sem sannarlega hvíla á okkur Íslendingum, ábyrgðir sem grundvallaðar eru á EES samningnum, er ekki skrítið að Bretar fari í hefndar- eða þvingunaraðgerðir eins og þetta líklegast er. Tölum seinna um hvernig stóð á því að þessar ábyrgðir voru heimilaðar, en við erum komin út í ána og það er ekkert annað að gera en að halda áfram.

Nú er ekkert annað en að ganga í ættarsilfrið og standa við orð okkar.

Orðspor okkar til áratuga er í veði og hvers eiga komandi kynslóðir að gjalda að við höfum komið þessum mönnum til valda?


mbl.is Kaupþing í London í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Davíð hélt að plottið væri að ganga upp og rauk í sjónvarpið og blaðraði öllu saman í þeirri von að honum yrði eignaður heiðurinn.   Þetta er eins og 5 ára barn sem kjaftar frá hvað er í jólapakkanum áður en hann er opnaður.

G. Valdimar Valdemarsson, 8.10.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru engir leikir góðir í stöðunni en einna verst er að leiðtoginn Geir Haarde hefur misst allan trúverðugleika.

Sigurjón Þórðarson, 8.10.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband