Fleiri vinaþjóðir í austri

Ein er sú þjóð sem við höfum hjálpað mikið og við eigum talsvert inni hjá.

Við höfum tekið á móti sendinefnd eftir sendinefnd sem hafa verið að kynna sér hvernig byggja eigi upp nútíma samfélag, hvernig byggja eigi upp heilbrigðiskerfi, skólakerfi og svo framvegis og framvegis.

Það er líklegast sú magnaðasta þróunaraðstoð sem við höfum veitt, þrátt fyrir að hún hafi ekki kostað okkur nema smáaura.

Við höfum átt góð og vaxandi viðskipti við þessa vinaþjóð okkar og hafa þau vera með miklum ágætum.

Þessi sama þjóð á þvílíkt magn peninga að brotabrotabrot myndi gera meira en að duga okkur til að skapa jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.

Þetta er Kína.

Símanúmerið í sendiráðinu er 552 6751.


mbl.is Ríkisstjórn Íslands á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna Kína er ekki nefnt. Sennilega er það of pólitískt viðkvæmt og Kínverjar myndu ekki vilja vekja svona athygli á að þeir sækist eftir ítökum hér.

Ísland er hernaðarlega og samgöngulega og auðlindalega mikilvægt svæði amk fyrir vissar þjóðir.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.10.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband