Úr lagasafni Alþingis

Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson ættu að fara að kynna sér þessa texta.

Almenn hegningarlög nr. 19 12. febrúar 1940

X. kafli. Landráð.

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ...1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Lögreglulög nr. 90 13. júní 1996

5. gr. Ríkislögreglustjóri

2. Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru:

   a. að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot,

   b. að starfrækja lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi

 Ég er ekki frá því að það hefði verið betra að fá flugskeyti send frá bretlandi en þá meðferð sem við fengum frá bretum í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Nákvæmlega það! Tjónið af völdum þessara manna er orðið ansi mikið.

Úrsúla Jünemann, 9.10.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: maddaman

Það er frekar hjákátlegt að rifja upp ummæli Davíðs um landráðamenn í ljósi þessa.

maddaman, 9.10.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því ... að erlent ríki ... hlutist til um málefni þess [íslenzka ríkisins] ... skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.

Ef þig langar út í þessa umræðu Gestur. Hvað með þá sem kallað hafa eftir Evrópusambandsaðild?

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og ég endurtek, ef þig langar út í þessa umræðu má alveg sé vilji fyrir því setja landráðakafla almennra hegningalaga í ýmis konar samhengi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þeir sem kalla eftir ESB aðild hafa ekki litið framhjá því að breyta þurfi stjórnarskránni, sem er forsenda þess að það sem þú ert að tala um eigi við.

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Flott innlegg Gestur

Heimir Eyvindarson, 9.10.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband