Vill Björgólfur láta sjá sig aftur á Íslandi?

Icesave Landsbankans hefur kostað Íslendinga fjármálalega æru sína næstu áratugina. Ráðamenn þjóðarinnar gulltryggðu það með fáránlegum yfirlýsingum sínum í framhaldinu, sem líklegast kostuðu okkur Kaupþing.

Við verðum lengi að byggja upp traustið og borga af þeim lánum sem ríkið þarf að taka vegna þessa alls.

Rétt áður en Icesave féll, voru erlendar eignir Landsbankans seldar Straumi, sem er að stórum hluta í eigu Björgólfanna. Það lítur út eins og þeir hafi reynt að flýja með verðmætin út úr Landsbankanum sem riðaði til falls, vegna Icesave. Það fall var fyrirséð þeim sem til þekktu og þar með þeim sjálfum, en falli Icesave var spáð í mín eyru fyrir nokkrum mánuðum síðan, en ég mótmælti þá þar sem ég hafði heyrt að þeir ætluðu að leggja öll innlánin fyrir til að styrkja grundvöll bankans, sem komið hefur á daginn að ekki var staðið við.

Samson er látið falla, til að láta líta út fyrir að þeir feðgar séu að tapa miklum hluta auðæfa sinna, en Björgúlfur Thor hefur nú lýst því yfir að eignir Novators séu ekki í neinu söluferli. Staðan sé trygg. 

Björgólfarnir ætla sem sagt að reyna að komast upp með að setja Landsbankann á hausinn án þess að verða fyrir tilfinnanlegu tjóni sjálfir.

Það er eitthvað sem íslensk þjóðarsál á erfitt með að samþykkja.

Ég hef heyrt að Actavis sé uþb 1.000 milljarða virði, sem er af svipaðri stærðargráðu og tap þjóðarinnar á því að Kaupþing féll með hjálp Davíðs, Össurar og Árna Matt.

Eina leið þeirra feðga til að fá lendingarleyfi fyrir einkaþotunni og geta gengið óáreittir meðal Íslendinga í framtíðinni er að þeir greiði fyrir það tjón sem þeir hafa valdið þjóðinni, fyrst þeir eru borgunarmenn fyrir því.


mbl.is Bretar settu 1% í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fyrirgefðu, hvaða sukk ert þú að tala um. Ég er að tala um að dýrmæt fyrirtæki séu að fara á hausinn í óþarfa.

Gestur Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ekkert mál að stjórna landi og fyrirtækjum þegar ekkert er í gangi annað en gengdarlaus bjartsýni samfara óhóflegri lántöku til að kaupa allt sem bæði hreyfist og hreyfist ekki.

Það reynir fyrst á kunnáttu manna þegar erfiðleikarnir koma og það virðast grátlega fáir standast álagspróf.

Diplómatískum hæfileikum Geirs og Árna er verulega ábótavant í samskiptum við breta. Það var greinilega ekki nóg að þola dómgreind Davíðs í upphafi beiðnar Glitnis um lán, í framhaldinu hefur nánast allt orðið að vopni gegn okkur.

Ég sé ekkert unnið með því að atyrða Björgólfana, því meira sem þeir fá af köpuryrðum því frábitnari verða þeir einhverjum skyldum að koma að björgunarstarfinu. Ráðamenn hér sköpuðu þeim vettvanginn til að athafna sig en gleymdu að setja upp hæfilegt eftirlit með áhættunni.

Haukur Nikulásson, 10.10.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Skarfurinn

Andskoti ertu ósmekklegur, við vitum um hugsanleg tengsl Árna Matt & Dabba í falli kaupþings sáluga, en hvernig geturðu tengt Össur við þetta, það þarftu að rökstyðja ? 

Skarfurinn, 10.10.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skarfur: Össur Skarphéðinsson, starfandi leiðtogi Samfylkingarinnar og ráðherra í ríkisstjórn Íslands, reið á vaðið með yfirlýsingum í þessa veru, þegar hann segir að slá eigi varnarhring um Ísland og íslenska sparifjáreigendur.

"Þetta er það sem við verjum"

Gestur Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband