Vel að verki staðið

Þrátt fyrir öll þau mistök sem gerð hafa verið í þessu bankahavaríi öllu, tek ég hatt minn ofan af því hvernig Geir og Björgvin hafa staðið að upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla.

Þetta er til fyrirmyndar, þótt bregðast hefði átt við ummælum Darlings strax sama klukkutíman og þau féllu. Hugsanlega hefði það getað bjargað Kaupþingi.

Embættismenn eins og Davíð Oddsson eiga aftur á móti að halda sig fjarri ljósi fjölmiðlanna, sérstaklega þegar þeir enda með því að tala banka í gjaldþrot og valda milliríkjadeilum, sem stjórnmálamenn geta svo ekki leiðrétt, enda eiga menn í útlöndum von á því að það sé eitthvað að marka það sem seðlabankastjórar segja, sérstaklega ef ráðherra í ríkisstjórninni hefur talað í svipaða veru, eins og Össur Skarphéðinsson gerði. 

Davíð hefði betur nýtt sér sjálfgefinn eftirlaunarétt sinn. Það er að koma illilega í ljós núna að það þarf líklegast að hafa svona feita gulrót til að stjórnmálamenn séu ekki að planta sér sjálfir eða láta planta sér í feitum stöðum þegar þeir eru að brenna út í stjórnmálunum. Það borgar sig líklegast.


mbl.is Geir með blaðamannafund síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband