Vá fyrir dyrum
11.10.2008 | 11:41
Ég er virkilega hræddur, eftir að Ögmundur Jónasson varaði á heimasíðu sinni kröftuglega gegn því að IMF verði beðinn um hjálp, að íhaldið og VG myndi stjórn um að leita ekki til IMF og þjóðin verði einangruð.
Íhaldið, þeas heimastjórnarhluti Sjálfstæðsflokksins, sem hefur haldið frjálslynda hluta flokksins í gíslingu síðan Davíð Oddsson velti Þorsteini Pálssyni úr sessi, vill undir engum kringumstæðum þurfa að undirgangst skilyrði IMF, vill í blindni halda í krónuna og vill undir engum kringumstæðum hugsa til ESB. Lok lok og læs.
Af þeim ástæðum hefur IMF ekki verið tekið vel hingað til, þótt tilboðum IMF hafi ekki fylgt nein skilyrði á þeim tíma, að því að maður heyrir.
Af þeim ástæðum má Samfylkingin undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.
Það væru svik við þjóðina.
Ef íhaldið slítur verða frjálslyndir Sjálfstæðismenn að gera byltingu og mynda stjórn með Samfylkingunni og frjálslynda hluta Framsóknar.
Ef við lokum að okkur, munum við ekki endurheimta traust okkar um langan tíma og öll enduruppbygging landsins mun taka mun lengri tíma.
Mesta hættan liðin hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Athugasemdir
Guð forði íslensku þjóðinni frá því að fá framsóknarflokkinn sáluga í ríkisstjórn. Það yrði endanlegt náðarskot fyrir þjóðina.
corvus corax, 11.10.2008 kl. 11:54
Hrafninn krúnkar í kletti, þar sem enginn heyrir.
Vonandi...
Gestur Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 12:51
En forseti ákveður hverjum hann veitir stjórnarmyndunarumboð (ef þing er ekki rofið) þrátt fyrir óheppilegt rof á venju síðast þar sem sitjandi forsætisráðherra fékk að halda umboðinu án þess að leiðtogar flokkanna væru spurðir formlega.
Gísli Tryggvason, 11.10.2008 kl. 13:04
Ögmundur hefur líka varað við láni frá Rússum.
VG er alls ekki stjórntækur, og mikill barnaskapur að halda að VG og D geti myndað
stjórn. Þarf helst að loka VG og hina öfga alþjóðasinnuðu krata af í íslenzkum stjórnmálum.
Kannski er runninn upp tími róttæks þjóðlegs
stjórnlyndisflokks í kjölfar gjörbreyttar heims-
myndar? Heimsmyndar þar sem t.d Íslendingar, Norðmenn og Rússar myndi hagsmunabndalag á N-Atlantshafi og Norðurhöfum. Hver veit !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.10.2008 kl. 13:36
Svo vill ég Gestur minna þig á að eitt stærsta
ríki ESB hefur gert langstærsta fyririrtæki á
Íslandi gjaldþrota með hrikalegum efnahags-
legum afleiðingum fyrir Ísland, og beitt okkur
hryðjuverkalögum, NATO-þjóðina. Hvernig hefur
þú geð í þér Gestur að vilja horfa upp á Ísland
í efnahagsbandalagi með þjóð sem RÚSTAÐ
hefur okkar efnahag? Kemur EKKI TIL GREINA!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.10.2008 kl. 13:46
Guðmundur: Ég tel varlega áætlað að þetta áfalla muni gera það að verkum að íslenski ríkissjóðurinn muni verða skuldsettur um 1.000.000.000.000 króna.
Það þýðir að við höfum einfaldlega ekki efni á að halda úti sjálfstæðri mynt.
Misskilið stolt DO sem hefur ekki viljað fá skilyrðislaust lán frá IMF í allt sumar er eitthvað sem hefur kostað okkur nóg í þessum hremmingum.
Gestur Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 14:15
Gestur. Horfir gjörsamlega framhjá hryðjuverka-
árás Breta og hvaða stórkostlegar kröfur við
eigum á hendur þeim. Því það er staðreynd að
bresk stjórnvöld komu langstærsta fyrirtæki
Íslands á hausinn. Þannig það er út í HÖTT að
fara að áætla svo og svo miklar skuldir sem íslenzka ríkið þurfi að greiða fyrir sukk einstakra
fjárglaframanna í útlöndum.
Og alveg makalaust viðhorf þitt að vilja stað-
setja Ísland við hlið þess ríkis sem hefur
gert mestu hryðjuverkaárás á ríki sem sögur
fara af, Ísland.
Veistu Gestur. Þessir atburðir verða til þess
að Íslendingar muni aldrei ganga í ESB,
alla vega ekki meðan hryðjuverkaþjóðin
Bretar eru þar innandyra.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.10.2008 kl. 14:42
Þegar þér rennur reiðin Guðmundur og bretar eru búnir að fá dóm fyrir sína framgöngu mun þessi árás þeirra einmitt styrkja okkar stöðu gagnvart þeim innan ESB.
Við megum ekki eingangra okkur á svona tímum. Núverandi hrun er einmitt staðfesting á því.
Gestur Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 15:37
Gestur. Mesta einangrun okkar í dag væri áhrifaleysi okkar innan ESB.
Enda virðist samstaðan þar ekki upp á marga fiska þessa daga!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.