Nú er lag fyrir forseta Íslands

Sterk grös gróa eftir sinubruna.

Nú mun fjöldi manns, vel menntað og duglegt og klárt stafsfólk, missa vinnuna í bönkunum.

Í því felast mikil tækifæri fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkum starfskrafti að halda.

Ég skora á forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að drífa sig út á völl, stefna til Seattle og tala við vin sinn, Bill Gates.

Microsoft hefði gott af því að njóta starfskrafta okkar og um leið er það í samræmi við þeirra stefnu að nýta endurnýjanlega orku í sinni starfsemi.

Friðrik Sophusson ætti að fara með forsetanum og gefa honum góðan díl fyrir gagnaver, ef Microsoft byggði upp þróunarmiðstöð á Íslandi í staðin.

Allir hagnast, fólk fær vinnu og flýr síður úr landi, Microsoft fær öflugt starfsfólk, samfélagið sparar atvinnuleysisbætur, orka er nýtt í mengunarlitla starfsemi og ímynd allra batnar.

Hott hott, af stað...


mbl.is Forsetinn hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Meistari,

Ég er mikill áhugamaður um að sjá gagnaver hér á landi. Ef Bill vill ekki koma þá er alveg spurning um að heyra í Google. En einnig eru önnur stöndug fyrirtæki sem reka gagnaver sem hægt væri að fara í viðræður við. 

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 12.10.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Norsk Hydro mun hafa forgang yfir önnur fyrirtæki á stóriðjuframkvæmdum hér við land. Ég myndi nú þora að gang svo langt og fullyrða að um það ríkji þjóðarsátt

Jón Gunnar Bjarkan, 13.10.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband