Vinir í raun...
13.10.2008 | 23:11
Magnús Stefánsson alþingismaður á orðið:
"Allir þekkja það hvernig íslenskir sjómenn lögðu sig í hættu við að sigla með fiskmeti til Bretlands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bretar erfitt og þar var fæðuskortur. Við komum þeim til hjálpar, margir íslenskir sjómenn lögðu sig í mikla hættu við þessar siglingar og því miður fórust margir þeirra við það. Íslensk þjóð færði miklar fórnir við að hjálpa Bretum við þær aðstæður. Þessu virðist forsætisráðherra Breta hafa gleymt í baráttu sinni fyrir vinsældum heima fyrir. Bretar eru ekki á þeim buxunum að koma okkur sem vinaþjóð sinni til aðstoðar á erfiðum tímum.
Á sjötta áratug síðustu aldar riðu miklar hamfarir yfir Hollendinga og önnur lönd í nágrenni þeirra. Þá skall á mikið óveður með sjávarflóðum og flóðvarnagarðarnir gáfu sig í Hollandi. Í kjölfarið urðu miklir erfiðleikar hjá Hollendingum. Þá komu íslendingar til hjálpar, við sendum þeim ullarteppi í miklu magni og gáfum þeim mikið af fiski til að forða hungursneyð. Nefna má að í annálum Rauða krossins er þessu haldið til haga og bent á það hve mikið íslendingar lögðu af mörkum til aðstoðar Hollendingum við þessar miklu hamfarir. Hollensk stjórnvöld virðast hafa gleymt þessu, en ganga hart fram gagnvart okkur nú þegar við eigum í erfiðum málum. Þetta köllum við vinaþjóðir okkar ! Framferði Hollendinga, en þó sérstaklega Breta eru yfirgangur og hegðun sem við getum ekki og eigum alls ekki að sætta okkur við. Þeir verða að skilja það að Ísland er ekki nýlenda þeirra sem þeir geta arðrænt að geðþótta."
Þetta ætti að þýða og birta í blöðum í viðeigandi löndum.
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég kíki á þetta og sé hvort ég geti þýtt og fengið birt í blöðunum hér í Hollandi.
Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 08:23
Það væri líka rétt að minna þá á það að Íslendingar misstu hlutfallslega flesta af sínum ríkisborgurum í seinni heimstyrðjöldinni. Fleiri en bretar, Hollendingar, Pólverjar og Þjóðverjar.
Gestur Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.