Af hverju er hægt að koma heim núna?

Lífeyrissjóðirnir neituðu ríkisstjórninni um að koma heim með sínar erlendu fjárfestingar í aðdraganda hrunsins, þegar verið var að reyna að setja upp einhverjar varnir.

Ögmundur og félagar settu hin ýmsu skilyrði fyrir því, ástandinu viðkomandi og óviðkomandi og neituðu því á endanum að koma til hjálpar.

Hvort þær varnir sem ætlunin var að setja upp hefðu dugað veit ég ekki, en af hverju ættu erlendir aðilar að hjálpa, ef þeir innlendu neita aðstoð á ögurstundu?

Ég trúi ekki öðru en að þeim hafi verið boðin ríkisskuldabréf með ríkisábyrgð til sölu fyrir gjaldeyrinn á fínasta gengi, þannig að þeirra hagsmunir hafi alltaf verið tryggðir og hefði verið hægt að nýta til hlutafjárkaupa í Kaupþingi í dag.

Í þessu ljósi lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi tekið stöðu gegn ríkinu, en séu nú að óska eftir Kaupþingi á brunaútsölu.

Vonandi er myndin ekki svona, en það þarf þá að koma fram.


mbl.is Óska viðræðna um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband