Stórhættuleg peningaþurrð yfirvofandi innanlands
14.10.2008 | 21:04
Fæst vel rekin fyrirtæki liggja með sjóði sína á innlánsreikningum sem eru lausir í dag, heldur í sjóðum sem nú er búið að frysta.
Það er algert forgangsatriði að fyrirtækin fái aðgengi að lausafé til að geta greitt laun, skatta og reikninga. Laun og skattar ganga fyrir lögum samkvæmt, en ef fyrirtækin geta ekki greitt reikninga sína vegna lausafjárskorts geta þau fyrirtæki sem eiga þær kröfur heldur ekki greitt sína reikninga og svo koll af kolli.
Því lengri tími sem líður þangað til að sjóðirnir verði opnaðir, alveg eða að hluta, því fleiri reikningar eru ekki greiddir, ástandið versnar og endar fljótlega í algeru frosti.
Þá skiptir engu hvort fyrirtækin standa vel eða illa, þau verða einfaldlega gjaldþrota, jafnvel þótt eigið fé sé yfirdrifið.
Bankakerfið verður að losa um þessa sjóði að því marki sem það lífsins mögulega getur og helst á morgun. Ef óvissa er um það gengi sem er á sjóðunum, er hægt að losa þær upphæðir sem er ekki óvissa um og halda eftir sem nemur áætlaðri óvissu gera sjóðina nákvæmar upp seinna.
Svör um hvað til standi verða að koma fram. Óvissa er það versta í stöðunni. Því lengur sem óvissan varir, því fleiri verkefni þora atvinnurekendur ekki að halda áfram með, þótt hagkvæm séu og því fleiri munu þar af leiðandi missa vinnuna með þeim stórskaða sem það veldur.
Svör verða að fást og það á morgun.
Spá 4-5% atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gestur.
Tek undir þennan þinn pistil.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2008 kl. 00:45
Nákvæmlega það sem segja þarf.
Með kveðju,
Baldur F.
Baldur Fjölnisson, 15.10.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.