Af mönnum og músum

Viðtal Björgvins G Sigurðssonar í Kastljósi í gær fannst mér stórgott.

Sú eldskírn sem hann hefur fengið í þessum hamförum hefur greinilega brætt af honum skvap óábyrgrar yfirlýsingagleði og galgopaháttar.

Hann kom fram sem traustur stjórnmálamaður, orðvar og ábyrgur. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut. Fyrir vikið hlýtur hann frekar traust en stundarvinsældir.

Því miður hafa formaður, varaformaður og staðgengill formanns Samfylkingarinnar ekki komið fram með sama hætti og uppskáru skammir eins mentors flokksins, Ágústs Einarssonar, fyrir vikið í gær.

En Björgvin verður að losa um íslenskar krónur í fjármálakerfinu í dag, á gjalddaga staðgreiðslu, svo fyrirtæki geti staðið í skilum með hana og aðrar skuldbindingar sínar. Annars er hætta á fjöldagjaldþroti stöndugra fyrirtækja, sem eru okkur svo verðmæt í dag.


mbl.is Skynsamleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband