Gjaldmiðilskreppa - Seðlabankinn algerlega rúinn trausti

Frétt um vandræði Ögurvíkur á Vísi.is eru alveg hreint með ólíkindum.

Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á reikningi sem fyrirtækið á í Seðlabanka Íslands!!!!!!

Hvað er að gerast?

Það er ekki nóg með að fyrirtækin á Íslandi geti ekki nálgast tekjur sínar erlendis frá, heldur komast þau heldur ekki í sjóði sína á Íslandi.

Það ríkir alger gjaldmiðilskreppa á Íslandi.


mbl.is Mjög róttæk viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er alveg stórfurðulegt.

Ég hefði haldið, svona út frá mínu hyggjuviti að það ætti að vera hægt að millifæra peninga INN í landið, þó ástandið sé þannig að fólk geti ekki greitt reikinga sína erlendis vegna skorts á gjaldeyri.

Er þetta ekki annars út af óvissunnunni hvað varðar gengið og misræminu í því hvernig það er skráð? Það hlýtur að vera eitthvað í þeim dúr.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þegar traustið er ekkert, virðist ekkert vera hægt að gera.

Þetta er stórfurðulegt.

Líklegast er þetta vegna þess að það er líklegast harla óvenjulegt fyrir venjulega banka að millifæra til seðlabanka annarra þjóða, en ég er bara að geta mér þess til.

Gestur Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ok, ég vissi það ekki.

En ég veit að fyrir 4 árum tók það viku að fá leystan út yfirstrikaðan tékka í Englandi!

Sennilega vita þeir ekkert hvernig þeir eiga að fara að þessu

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband