Að fara að lögum og fara að lögum er ekki það sama

Auðvitað á að fara að lögum í umhverfismálum, eins og öðrum málum. Annað er fráleitt.

En þegar kemur að túlkun og ákvörðunum á álitaefnum, er nauðsynlegt að litið sé til aðstæðna hverju sinni.

Í tilfelli álversins á Bakka, nýtti umhverfisráðherra sér VALKVÆTT ákvæði um að setja hluta framkvæmdarinnar í sameiginlegt umhverfismat.

Ekki alla framkvæmdina, heldur bara hluta hennar, þannig að ef hugmyndin hefur verið að ná heildstæðu mati um alla framkvæmdina, nær ákvörðun umhverfisráðherra ekki því markmiði.

Ég skora því á umhverfisráðherra að taka ákvörðun sína upp og undanskilja í það minnsta tilraunaboranirnar á Þeistareykjum, sem er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á tímaramma framkvæmdarinnar, undan kvöð um sameiginlegt umhverfismat. Niðurstöður þeirra borana munu svo ekki gera annað en að styrkja umhverfismat annarra þátta, enda er svæðið betur þekkt á eftir og forsendur frekari framkvæmda því sterkari.

Með því yrði einhverri óvissu eytt, en óvissa er einn versti óvinur svona framkvæmda, nóg er nú samt.


mbl.is Ekki framhjá lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband