Keisarinn er nakinn!!!

Það hafa margir kallað þetta hingað til, en núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert í málinu. Líklegast vegna þess að ríkisstjórnin er ekki síður ber.

Davíð sagðist í Kastljósviðtalinu örlagaríka hafa margvarað við ástandinu.

Ef rétt er að seðlabankastjóri vari við tilteknu ástandi og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bregst ekki við, þýðir það tvennt:

  1. Seðlabankastjóri nýtur ekki trúnaðar og hefði því átt að segja af sér sjálfur, fyrst ekki er hlustað á hann. Það átti við nú en ekki síður fyrir hrun.
  2. Ríkisstjórnin hefur verið enn meira sofandi á verðinum en mann grunaði. Aðvörunarorð seðlabankastjóra eiga að fá menn til að taka til hendinni. Þar er ábyrgð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mikil.

Seðlabankastjóri fór svo langt út fyrir hlutverk sitt í því viðtali og stórskemmdi hagsmuni Íslands með hætti sem lengi verður í minnum haft. En munum samt eitt:

Össur Skarphéðinsson, þá starfandi utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra, hafði kveðið jafnvel enn fastar að orði daginn áður.

Hans ábyrgð er ekki síður mikil.


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Keisarinn geri sér bara ekki grein fyrir nektinni og hlustar ekki á raddir sem benda honum á.

Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 16:09

2 identicon

Það er ýmsum um að kenna hvernig komið er.  Kannski síst honum Davíð

http://dagskra.ruv.is/streaming/playlist/?file=4427068/1

Hlustið á Andrés.  Ef lýsing hans er rétt þá má segja að allir sem áttu að vara okkur við- þingmenn, blaðamenn, FME osfrv. séu annað hvort keyptir af peningamönnum eða óhæfir til að gegna sínu starfi.  Við skulum ekki gleyma því að blaðamenn og þingmenn eru sennilega einu stéttirnar sem engar menntunar eða hæfniskröfur eru gerðar til.  Það ber líka svona fínan árangur.  Þeir virðast þó hafa verið að vinna vinnuna sína í Seðlabankanum (þó eflaust megi koma með réttmæta gagnrýni á þá líka).

Ra (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Baldvin er ekki í einni einustu spjör hann er nakinn ef einhver er það.Samningurinn um Evrópska Efnahagsvæðið er hans verk.Ef sá samningur stæði undir því sem Íslendingum var sagt að hann væri, þá væri ekki verið að hóta okkur með himinháum kröfum.Fyrst og síðast eigum við ekki að ljá máls á því að borga meira en það sem samningurinn segir til um.Síðan eigum við að koma því skýrt til skila með málsókn að við teljum að Bretar og fleiri þjóðir ESB og Nató séu að beita okkur ofbeldi slík skilaboð verða að komast til aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.Síðan en ekki síst eigum við að slá af allar hugmyndir um inngöngu í ESB.Ef eitthvað af sjálfsvirðingu er eftir í okkur getum við það hreinlega ekki .Það er heldur ekki útlit fyrir að eftir svo miklu að slægjast þar, eftir atburði síðustu vikna.Evra er ekki nóg.Við gætum allt eins reynt að semja við Kínverja um afnot af kínverska gjaldmiðlinum.Heimurinn er orðinn eitt land.  XB, ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Þú ættir að lesa bloggið mitt núna. Þar birti ég hluta af grein sem ég birti í Vikudegi. Þar tal ég einmitt um Matador og Nýju fötin keisarans. Restina má lesa í vikudegi. Ég vona að hún birtist innan tíðar á vikudagur.is

Ég hef orðið svolítið var við það að ef ég ætla að fá Moggann til að birta grein, sem ekki er sjálfstæðisflokknum þóknanleg, þá fyrir "mistök" hverfur hún

Oddur Helgi Halldórsson, 19.10.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband