Baulaðu nú Ögmundur minn
20.10.2008 | 13:49
Þetta eru mikil gleðitíðindi og mikil eru þau ofurskilyrði sem IMF er að setja á okkur - eða hitt þó heldur.
Ekkert sem ekki hefði þurft að gera hvort eð var, miðað við þessa frétt.
Ég held að Ögmundur Jónasson og félagar hans í VG og aðrir heimastjórnarmenn, virðast einnig hafast við í Sjálfstæðisflokknum, og vildu frekar dæma sjálfa sig í einangrun, fara inn í moldarkofana og skjótast helst út til að týna fjallagrös, þurfi nú að útskýra á hverju þeir hafi byggt sinn málflutning og hví þeir hafi staðið á móti hjálp í þá mánuði sem hún hefur staðið til boða.
Hvað ætli sú gísling sem íhaldshluti Sjálfstæðisflokksins hefur haft eigin flokk og svo í framhaldi af því Samfylkinguna hafi kostað þjóðarbúið?
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 356407
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yfir hverju ætli framsóknartalíbaninn Gestur Guðjónsson sé að gleðjast með þessum pistli sínum? Það er erfitt að koma auga á það. T.d. hefur lítið komið fram, hvaða skilyrði fylgja miskunarverki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Ég held að Gesti, sem og öðrum framsóknarmönnum, væri nær að velta fyrir sér öllum þeim búsifjum sem flokkur þeirra hefur valdið þjóðinni með setu sinni í frjálshyggjustjórn með Sjálfstæðisflokknum frá 1995-2007. Það er ekki hægt að sjá annað en Framsóknarflokkurinn hafi lagt til ríkulegan skerf til að koma upp moldarkofamenningu á Íslandi á nýjan leik.
Sem betur fer gerist það ekki daglega að stjórnmálaflokkar geri þjóð sína gjaldþrota, en það hefur Framsóknarflokknum tekist ásamt Sjálfstæðisflokknum.
Það færi best á því í dag að framsóknarmenn létu sem minnst fyrir sér fara og reyndu að skammast sín. Þeir yrðu menn að meiri fyrir vikið.
Jóhannes Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 14:06
Já mikið er ég hjartanlega sammála þér Jóhannes Ragnarsson!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 20.10.2008 kl. 14:19
Vissulega þarf að fara vel yfir hvaða skilyrði koma til með að fylgja láni IMF. Hins vegar get ég ekki séð að það sé nokkur flokkur alveg stikkfrí frá stjórnun undanfarin ár. Ég veit ekki betur en að landsmenn hafi verið tilbúnir til að taka þátt í veislunni þrátt fyrir að margir hafi af og til haft orð á því að þeim fyndist ekki gaman, það var nú svona meira til að hafa vaðið fyrir neðan sig og geta mögulega sagt eftir á "Ég sagði ykkur". Ekki var bent á neinar aðrar raunhæfar lausnir og ég held að ef unanfarnar ríkisstjórnir hefðu setið með hendur í skauti hefði líka verið kvartað. Það er síðan umhugsunarefni hvaða erindi skítkast á í málefnanlega umræðu. Við Framsóknarmenn getum verið stoltir af þeim árangri sem við stóðum fyrir bæði í þeim ráðuneytum sem við stóðum fyrir og einnig í ráðuneytum Sjálfstæðisflokksins. Eftir á að hyggja hefðum við átt að huga betur að lagasetningu og reglum, vanda okkur betur. Hins vegar man ég ekki eftir að VG hafi þar, frekar en annarsstaðar, verið með neinar lausnir.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 20.10.2008 kl. 15:01
Ég skora á þig, Jónas Yngvi, að hressa uppá minnið varðandi það sem þú segir um VG, með því að glugga í ræður þingmanna VG á althingi.is og skrif Ögmundar Jónassonar á ogmundur.is
Jóhannes Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 15:16
Gestur, í þessu óláni felst mikil skuldbinding í gjaldeyri, sem getur alveg tvöfaldast á 2-3 árum. Ríkið tók þá á sig skuldir bankanna, sem eru miklu hærri en þetta.
Ívar Pálsson, 20.10.2008 kl. 15:19
Jóhannes: Ef þú lest fréttina, þá er á henni að skilja að skilyrði IMF séu ekkert annað en við hefðum hvort eð er þurft að fara í. Hvort fréttin sé rétt veit ég náttúrulega ekki.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið í stjórn í hálft annað ár og ekki hefur Samfylkingin komið með neinar breytingar eða breytingatillögur á því regluverki sem gildir um fjármálageirann.
Mér skilst að þær reglur sem gilda um fjármálageirann hér á landi séu eins strangar og þær mega vera skv EES samningnum.
Það sem menn gagnrýndu hvað mest við síðustu breytingar var að sjálfstæði eftirlitsaðilanna væri ekki nóg, þótt það væri gert algert. Þess vegna er algerlega fráleitt að saka ráðherra Framsóknar um sofandahátt, ef stjórn FME og Seðlabankinn hafa sofið á verðinum síðustu mánuði.
Auðvitað er örugglega hægt að sjá eftir á að eitthvað hefði mátt betur fara. En hrun bankanna er vegna aðgerða Seðlabankans gagnvart Glitni, aðgerðarleysi Seðlabankans og viðskiptaráðherra gagnvart Icesave og ótrúlegra yfirlysinga starfandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra gagvart bretum.
Gestur Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 15:38
Gestur.... keypti Framsóknarflokkurinn aflátsbréf í minjasafni páfagarðs.?
Ég veit ekki hvort þú ert virkilega búinn að gleyma því hvern hlut framsóknarflokkurinn á í ástandi efnhagsmála.... og einkavinavæðingar bankanna. Það er td mikill framsóknargæðingur sem keypti sér hús í London og hefur safnað gríðarlegum auði út á gjafabréf framsóknarflokksins á Búnaðarbankanum... á kostnað þjóðarinnar.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 16:40
Einkavæðing bankanna er ekki orsök bankahrunsins.
Gestur Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 17:17
Við sjálfstæðismenn skulum taka á okkur þann hluta syndanna, sem við stofnuðum til. Þótt ekki hafi ég persónulega verið þingmaður, ráðherra eða í valdamiklu embætti hjá flokknum, þá ber ég ábyrgð.
Ég ætla mér fyrstur sjálfstæðismanna að ganga við þeirri litlu ábyrgð, sem ég ber. Ég hef aðhyllst sjálfstæðisstefnuna frá árinu 1977, þegar ég var 15 ára gamall og kosið flokkinn í öllum kosningum síðan. Ég hef starfað innan flokksins í stjórnum sjálfstæðisfélaga, fulltrúaráða og kjördæmisráða.
Jafnmikið og ég er stoltur af verkum Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til ársins 2004. Það var á því ári að mér var ljóst að flokkurinn gekk ekki heill til skógar, frekar en þáverandi formaður hans. Á fundi fulltrúaráðsins á þessu ári benti ég í mjög stuttri tölu á nauðsyn þess, að flokkurinn gengi í gegnum hugmyndafræðilega endurnýjun, sem að sjálfsögðu átti að byggjast á sjálfstæðisstefnunni. Nokkrir samflokksmenn virtust skilja hvað ég átti við, en flestir skelltu við þessu skollaeyrum og sennilega er ég enn litinn hornauga í flokknum, sem "kverúlant". Síðastliðið vor mótmælti ég formanni mínum - sem ég ber mikla virðingu fyrir - þegar hann sagði að Evrópumálin væru ekki á dagskrá!
Nú er líklega komið að þeirri stund að velflestir sjálfstæðismenn átta sig á því að ekki einungis Evrópumálin eru á dagskrá, heldur verður flokkurinn að fara í gengum hugmyndafræðilega vinnu og endurskilgreina hlutverk sitt og markmið í anda hinnar klassísku sjálfstæðistefnu.
Án þess að það sé beint mitt hlutverk, tel ég að Framsóknarflokkurinn - og reyndar Samfylkingin einnig - verði að axla sinn hluta ábyrgðarinnar, þótt eitthvað minni sé en okkar hluti.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 17:33
Gestur... einkavæðing bankanna var ekki ástæða hrunsins.... en hversu hrunið var algjört er um að kenna hverjir og hvernig þeir stóðu að rekstri og vixleignatengslin hafa lagt á bankana gríðarlegar byrðar þar sem eigendur hafa misnotað þá til skuldasöfnunar og lánastarfssemi fyrir eigin fyrirtæki...auk þess sem þeir svikust um að koma eignarhaldi úr landi.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 18:46
Ég gleðst nú fyrst og fremst yfir því að heyra að framsóknarmönnum er ekki alls varnað. A.m.k. ekki öllum.
Gestur er allavega til í að ræða málin og skoða aðkomu IMF með opnum huga. Það er meira en hægt er að segja um sveitunga hans Bjarna Harðarsson sem ekki má heyra á IMF minnst. Það hefur mátt á hans málflutningi skilja að alger fásinna sé svo mikið sem að kanna hvaða skilyrði IMF setur! Alveg ótrúleg sveitamennska, í versta skilningi þess annars ágæta orðs.
Þeir sveitungar Bjarni og Guðni formaður eru líka alveg samstíga í því að banna alla umræðu um ESB og virðast í þeim efnum ekki ganga í takt við flokkinn. Það er a.m.k. ekki annað að heyra á skynsemdarfólki, sem enn finnst innan flokksins, að rétt sé að ganga til viðræðna við ESB; hver svo sem útkoma þeirra viðræðna verði og ég held ég fari rétt með að meirihluti flokksmanna sé orðinn hlynntur ESB-aðild.
Því er ekki annað að sjá en að Bjarni og Guðni séu orðnir einangraðir innan flokksins - eins og það sé nú ekki nóg einangrun að vera framsóknarmaður!
Heimir Eyvindarson, 20.10.2008 kl. 20:14
Gestur held þér væri nær að taka þig nú til og lesa það sem Ögmundur hefur skifað og flutt þingræður um einkavæðinu bankanna, og hve oft hann hefur varað við að þetta gæti endað með ósköpum. Er þú hefur lesið og lært þá fyrst eru kannski hæfur til að skifa um skoðanir Ögmundar. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að nokkur maður kenni sig við Framsóknarflokk, eins og hefur starfað sl. áratugi. Þeim fækkar nú ört síðustu mánuði er flokkurinn hefur ekki upp á neina bytlinga að bjóða, nema þá fyrir örfáa í Reykjavík.
haraldurhar, 21.10.2008 kl. 00:38
Guðbjörn: Rétt. Mér finnst magnað að fylgjast með Samfylkingarmönnum reyna að komast undan skvettunum. Framsókn ber að fara yfir sinn þátt í þessu og koma hreint fram með það. Mér finnst flokkurinn hafa gert það í öðrum málum, er auðvitað ekki hlutlaus þar, og ber að gera það einnig í þessu máli.
Jón Ingi: Rétt.
Heimir: Vertu ekki að blanda sveitamennsku í þetta mál. Sveitamenn eru stoltir af sínu og ánægðir með sitt, en munum að þeir eru einnig framfarasinnar, stofnuðu mjólkurbú, sláturhús, tóku aðfangakaup í sínar hendur og hafa átt alþjóðleg samskipti og átt auðvelt með að tileinka sér nýjungar, eru farnir að rækta korn, framleiða frábæra matvöru og eiga alla framtíðina fyrir sér.
Haraldur: Það sem Ögmundur hefur skrifað og sagt um bankana, var ekkert í líkingu við það sem hefur gerst núna. Hann óskapaðist yfir munaðarlífinu og ofurlaununum. Að hluta til með réttu. Sérstaklega ber að taka undir bónusagreiðslugagnrýnina, en annað í hans máli hefur og er meira og minna bara raus um að auka ríkisrekstur, enda formaður BSRB sem talar.
Gestur Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 09:45
Enda sagði ég; í versta skilningi þess orðs. Sú sveitamennska sem þú vísar til er að sjálfsögðu jafn göfug og ég og þú - enda báðir sveitamenn
Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.