Er ríkisstjórnin viljandi að heilfrysta atvinnulífið með lausafjárskorti?
22.10.2008 | 00:40
Núna er 22. október. Eftir níu daga eru mánaðarmót.
Meðan fyrirtækin hafa ekkert laust fé, skiptir uppgjör á því hvað Seðlabanki Íslands er að tapa miklu ekki máli.
Enn er ekki búið að losa að neinu leiti um sjóði bankanna, né gefa fyrirheit um hvenær vænta má svara eða hlutasvara. Atvinnurekendur geta þar með ekki metið sína lausafjárstöðu, hvaða verkefnum er hægt að halda áfram í, hvaða verkefni verða að hætta, hversu ábatasöm sem þau eru né hvaða líkur séu á því að hægt sé að greiða reikninga né hægt að meta hvaða reikningar fást greiddir.
Því lengur sem þessi bið varir, því fleiri verkefni verða slegin af. Sum að óþörfu, vegna þess að staða sumra fyrirtækja er ekki eins slæm og hún virðist í dag, en áhætta bannorð í dag og því verða fleiri verkefni slegin af en ella.
Það verður að svara og losa um eitthvað fé, í það minnsta það sem er örugglega ekki glatað. Fyrirtækin verða að geta greitt reikninga og laun.
Viðbúið að tjónið verði mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.