Skemmtilegur gjörningur

Fór með dóttur minni í biðröðina sem byrjaði úti á götu og hlykkjaðist hringinn í kringum bílastæðin fyrir aftan Kringluna og inn.

Ég verð að segja hreint eins og er, ég er alveg bit á því hversu hratt þetta gekk fyrir sig og hversu vel þetta var skipulagt hjá þeim. Leikfélagsfólkinu getur ekki hafa grunað að þurfa að taka á móti öllum þessum fjölda.

Eins finnst mér frábært hvað það eru mörg börn sem hafa það sterka og góða sjálfsmynd að þeim finnist þau hafa fullt erindi í að leika á sviði Borgarleikhússins.

Það þarf ekki að kvíða framtíðinni meðan svo er.


mbl.is 4000 börn vilja á Stóra sviðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vona að dóttur þinni hafi gengið vel

Sporðdrekinn, 23.10.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já tek undir þetta Gestur, það er sannarlega ánægjulegt til að vita.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.10.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband