Er röng verðbólgumæling meginorsök hrunsins á Íslandi?

Vegna þess að á Íslandi er húsnæðisverð mælt sem hluti af vísitölu neysluverðs lenti Seðlabankinn í tómri vitleysu með peningamálastefnuna.

Húsnæðisverð er ekki neysla, þótt hækkun á húsnæðisverði geti verið góð vísbending um væntanlegan verðbólguþrýsting, þar sem innlausn hagnaðar af íbúðaviðskiptum fer að einhverju leiti til neyslu.

En verðbólguhraðinn hefur verið yfir skilgreindum verðbólgumarkmiðum megnið af þeim tíma sem gengið hefur verið fljótandi, eins og sést á þessari mynd, en áhrif húsnæðsins eru gul á myndinni.

verðbólgameðhúsnæði

Ef húsnæðisliður vísitölunnar hefði ekki verið hluti af verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, hefði verðbólgan ekki mælst yfir verðbólgumarkmiðum nema rétt síðustu mánuði, og þá aðallega vegna hækkana á aðföngum, olíu bílum oþh.

Það er svo ekki fyrr en núna rétt undir restina þegar gengið fer að gefa eftir, að almennur innflutningur fer að telja eitthvað að ráði inn í verðbólguna um leið og innlendur kostnaður eykst einnig, þá aðallega vegna þess að fyrirtækin verða að fjármagna sig meira innanlands á hávöxtum. Þannig verður hávextirnir til þess að verðbólgan eykst enn.

Ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í verðbólgumælingunni hefðu stýrivextir ekki þurft að fara svona hátt, sem hefði minnkað ávinning af vaxamunaviðskiptum, sem aftur hefði minnkað umfang jöklabréfaviðskipta sem aftur hefði tryggt eðlilegra gengi krónunnar, sem hrundi um leið og fjárfestar þorðu ekki lengur að stunda jöklabréfaviðskipti, eins og sést á myndinni hér að neðan, þar sem verðbólgumarkmið Seðlabankans, 2,5% eru teiknuð inn.

 

verðbólgaánhúsnæðis

Þessi grundvallarmistök bentu framsóknarmenn á í síðustu flokksþingsályktun, en því miður var Seðlabankanum og forsætisráðherra ekki kvikað.

Úr þessu verður að bæta við endurskoðun peningamálastefnunnar.


mbl.is Farið inn í brennandi hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef oft spurt hvort að rangt hafi verið mælt og þess vegna hafi stýrivextir Seðlabankans verið allt of háir.  Málið er að nú það um seinan og við megum alls ekki breyta viðmiðinu fyrr en lækkunaralda á húsnæðismarkaðnum er gengin yfir.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Marinó: ég skrifaði fyrst að við ættum að bíða eins og þú leggur til til að mæld verðbólga fari sem hraðast nðiur, en ég er á því að viðurkenning á þessu atriði og sá trúverðugleikaauki sem af því hlytist sé mikilvægari en sú stýrivaxtalækkun sem það hefði í för með sér. Eins væri hættulegt að stýrivextir lækkuðu of hratt ef það væri vegna reikniskekkju.

Gestur Guðjónsson, 26.10.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er ansi trúverðugt hjá ykkur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gestur, ég er ekki að hafa áhyggjur af stýrivöxtunum.  Það er verðtryggingin sem ég hef áhyggjur af.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gestur.

Við innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað var það í mínum huga eðlilegasti hlutur í heimi að aftengja vísitöluna húsnæðisverði en það var ekki gert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2008 kl. 01:46

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta með vísitölutryggðu lánin, á ber að hafa tvennt í huga:

  1. Öllum er frjálst að gera þá viðskiptasamninga sem þeir kjósa, svo fremi sem þeir brjóti ekki í bága við lög.
  2. Hið tvíeggja sverð, vísitölubundnu lánin, þar sem skuldarar fá í raun greiðslufrest á verðbólgutímum, en greiða þeim mun meira þegar verðbólgan er minni og lánveitendur þurfa ekki að vera með sérstakt álag vegna óvissu í verðlagsmálum, er gott fyrirkomulag þegar horft er á þessa aðila eingöngu. En þetta fyrirkomulag slævir vissulega stýrivaxtavopnið. Það kom þó sérstaklega í ljós þegar allir sem gátu voru flúnir í erlend lán, þannig að stýrivextirnir voru ekki að bíta á nema örlítinn hluta peningamarkaðarins.

Gestur Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband