Össur í spretthlaupi undan ábyrgð

Dagskipun Samfylkingarinnar er að kenna Davíð Oddssyni um allt það neikvæða við hrunið, að persónugera allt í honum til að henni verði ekki kennt um neitt.

Það gerir Samfylkingin, þótt Icesave-dæmið hafi allt farið fram á valdatíma hennar í viðskiptaráðuneytinu og Samfylkingin hafi ekki lagt fram neinar breytingar á regluverki fjármálalífsins nú þegar kjörtímabilið er að verða hálfnað.

Nú hikar Össur Skarphéðinsson ekki við að ljúga blákalt á Alþingi, nema hann sé gersamlega óvita um þá samninga sem sú ríkisstjórn sem hann situr sjálfur í hefur gert, þegar hann sagði á Alþingi í dag:

"Seðlabankinn tekur þessa ákvörðun."

og í seinna andsvari

"Það er einfaldlega þannig að Seðlabankinn tekur þessa ákvörðun."

Seðlabankinn sagði þvert á móti við kynningu á stýrivaxtahækkuninni:

"Í liðinni viku gerði ríkisstjórnin samkomulag við sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samkomulaginu, sem lagt verður fyrir framkvæmdastjórn hans til staðfestingar á næstu dögum, felst m.a. að Seðlabankinn skuli þá hafa hækkað stýrivexti í 18% sem nú hefur verið gert."

Þetta staðfesti forsætisráðherra einnig í dag.

Það er lágmarkskrafa að menn segi satt og kannist við eigin ábyrgð. Það verður Samfylkingin að gera. Nú er ekki tími skoðanakannanapólitíkur. Menn verða að láta verkin tala og koma fram af heilindum.


mbl.is Alþingi niðurlægt af ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

... og Framsóknarflokkurinn axlar ábyrgð á gjafakvótakerfinu og einkavæðingarferli bankana sem eru tvær meginástæður fyrir því hve illa er komið fyrir þjóðinni?  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.10.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er ágætt að vekja athygli á ábyrgð Samfylkingarinnar. Reyndar hlýtur Samfylkingin að vera ánægð með 18% stýrivexti IMF.

Sigurður Jónsson, 28.10.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og sést á þessum athugasemdum, þá er það ekki bara Össur sem er á harðahlaupum undan ábyrgð. Öll Samfylkingin hleypur undan ábyrgð. Kannski maður eigi að trúa því að Samfylkingin hafi ekki verið látin vita af sendinefndinni frá IMF.

Var það kannski bara andi í glasinu sem sagði: "Fyrst IMF og síðan ESB".

Ragnhildur Kolka, 28.10.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er alveg rétt Gestur og með ólíkindum hvers konar sýndarstjórnmálatilburði þessi flokkur sýnir um þessar mundir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband