Ráðherra kallar eftir starfhæfri ríkisstjórn

Það er athyglisvert hvernig ráðherrar í ríkisstjórn Íslands orða árásir sínar hver á annan.

Ingibjörg Sólrún heimtar að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verði rekinn, sem er dæmigerð Gallupppólitík. Það er ekkert annað en bein árás á Geir H Haarde forsætisráðherra, sem hún veit mætavel að er yfirmaður hans og hefur veitingar og brottrekstrarvald yfir honum.

Nú svarar Björn Bjarnason henni fullum hálsi þegar hann segir að ríkisstjórn og seðlabanki eigi að ganga í takt. Ég fæ ekki betur séð en að góður hluti sjálfstæðisráðherrana sé í ágætum takti við seðlabankann. Þetta ákall er því lítt dulbúið ákall Björns eftir því að Þorgerður Katrín og Samfylkingarráðherrarnir fari að ganga í takt við Björgvin G Sigurðsson og Geir H Haarde, sem leitt hafa málið og verið samstíga.

Á svona tímum verða ráðherrar að vera samstíga. Þjóðarhagsmunir krefjast þess. Stundarvinsældir einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í kapphlaupi um að fá að skipta þjóðarkökunni skipta engu máli ef sundurleysi ríkisstjórnarinnar verður til þess að kakan verði mylsnan ein.

  • Verkefni dagsins er að tryggja þjóðinni að hún hafi gjaldmiðil sem getur nýst til að koma vörum inn og út úr landinu. Þar verður að leita aðstoðar nágrannaþjóðanna, með gengissamningi við Evrópubankann eða með verulegri styrkingu gjaldeyrisvaraforðans, langt umfram það sem IMF lánið gefur.
  • Samtímis verður að tryggja atvinnulífinu fjármagn til að það geti haldið áfram að skapa verðmæti og greiða laun
  • Næsta verkefni er svo að útvega þeim störf sem missa vinnuna.
  • Að því loknu verður að tryggja þeim sem ekki fá vinnu viðunandi framfærslu meðan á endurmenntun og endurhæfingu fyrir hugsanlegan nýjan starfsvettvang stendur.

Vonandi inniheldur plan IMF og ríkisstjórnarinnar eitthvað í þessa átt og fleira, en tíminn er afar naumur, því hver vika sem líður dregur úr afli atvinnulífsins og það kostar störf og það kostar gjaldþrot og aðrar hörmungar.

Ríkisstjórnin á að einbeita sér að því, en ekki standa í innbyrðis karpi. Við verðum að hafa starfhæfa ríkisstjórn. Því er Björn Bjarnason að kalla eftir.

Þegar bráðaaðgerðum er lokið, getur ríkisstjórnin dregið andann, og farið  í uppgjör mála og kannað hvernig við eigum að haga málum til frambúðar með okkur hinum.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Nú allt í lagi en finnst Íslendingum það frá frábært að  Þingmenn  sem að voru kosnir af Íslendingum að hafa Einn mann sem ræður því hvort að stjórnin falli eða ekki? Nei þetta er ekki Lýðræði vegna þess að Forseti Lýðveldisins á að hafa úrslitavald og grípa inn í málin ef af að þurfa þykir! Nei vissir peninga og flokksafætur vildu ekki að Forsetinn hefði þetta vald  samanber Útvarpslögin vegna eiginhagsmunapots og Einkavæðingarstefnu blessaðra Þurfalinganna í dag sem að eiga ekkert vegna einkavæðingarstefnunnar. En almenningur blæðir fyrir Óstjórnina sem að var búið að vara við!

Örn

Örn Ingólfsson, 2.11.2008 kl. 02:50

2 Smámynd: Leifur Sveinn Ársælsson

Sæll Væni Græni.

vonandi inniheldur "plan Imf. og ríkisstjórnarinnar eitthvað í áttina...?  nú er ég bara ekkert að skilja í þér. ætlarðu að segja mér að slíkt plan eigi ekki að vera núþegar opinbert? jú  vissulega hafa þetta verið viðkvæmar viðræður, um jú hvað.. framtíð okkar og okkar afkomenda. úff hvað ég er samt búinn að heyra þetta of oft. það skiptir litlu með að reyna að míga utan í stelpuna sem mann langar í, hvað þá að pissa uppí vindinn. 

er ekki rétt að ofsaskarpir menn eins og þú Gestur hætti að hugsa um pólítískan frama, alveg er ég viss um að lífið yrði heiðarlegra. flokkarnir hafa mismikið logið að okkur, en ein lygi er nóg, hámark ein lygi er nóg. lygi er næg ástæða til afsagnar, einfalt mál.

núverandi stjórn er í stórkostlegum vanda með að tímasetja og samhæfa lygi.  því spyr ég ... á ég bara að vera kátur með að slíkt fólk sem lýgur sjái um mína, og barna minna framtíð? nei, ég kýs að vera heiðarlegur í mínu lífi og vil halda því áfram, þannig held ég minni sjálfsvirðingu. burtu með allar flokkapólhórur, enginn af núverandi flokkum á alþingisþvagblettinum á skilið að vera á hinu rétta "íslenska Alþingi".

því eitt er jú rétt að þrátt fyrir útrás svokallaðra "víkinga", þá var það upphaflega stjórnvaldanna sök að stoppa ekki bleyjupeyjana á einkaþotunum. frekar hefði verið nær að sleppa að húkka far með þeim. endilega hættið að skófla yfir eigin skít kæru politikusar, með því að moka yfir aðra.

nú  ber ég upp spurningu til þín Gestur. hvað geta skrælingjar og skattgreiðendur gert til að koma sínu meirihlutaatkvæði á framfæri gegn óstjórn og  ægivaldi "MugHaarde Dólgrims" í kartöfluskrællýðveldinu Kríslandi á framfæri?

nóg komið af flokkaslúbbi og skrúbbi. björgum okkur fyrir horn með myntsamstarfi við Noreg!.

Leifur Sveinn Ársælsson, 2.11.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Leifur, ég veit að sumir vilja alla flokkana burt. Sagan sýnir hins vegar að í hvert skipti sem framboð lítur dagsins ljós sem á að vera til höfuðs gömlu flokkunum, þá fær það í mesta lagi 5-10 þingmenn og dagar uppi eftir nokkur kjörtímabil. Svo öfugsnúið sem það er, þá gera slík framboð ekki annað en að styrkja einhvern stóran stjórnmálaflokk sem fyrir er; til dæmis hafa sjálfstæðismenn oft halað inn fylgi á þeim rökum að hinir flokkarnir séu svo margir og gætu ekki myndað starfhæfa stjórn.

Það sem við þurfum er miklu frekar nýliðun innan gömlu flokkanna, við þurfum fólk í forystu sem vekur traust og er þekkt að heiðarleika en ekki sérhagsmunapoti, og ég held það væri til góðs að fylgishlutföll milli flokka myndu breytast í þá átt að það sé hægt að mynda tveggja flokka stjórn án þess að einn stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé ómissandi.

Einar Sigurbergur Arason, 3.11.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Leifur: Ef vinnureglur IMF krefjast þess að þetta sé leyndarmál, verður að virða það. Það að ríkisstjórnin treysti ekki Alþingi fyrir þessum upplýsingum, þannig að hægt væri að ræða málið bak við luktar dyr er mikil vantraustsyfirlýsing. Í rauninni alveg ótrúlegt.

Varðandi flokkshænur og hesta þá höfum við valið okkur ákveðið fyrirkomulag við stjórn landsins. Ég hef reyndar lagt til fyrir þónokkru að það ætti að velja persónur en ekki flokka á þing. Á þann hátt gætu þingmenn stórra flokka ekki falið sig í öruggum sætum án þess að fá nokkurntíma að finna fyrir því hvort raunverulegt traust sé borið til þeirra.

En meðan við búum við núverandi fyrirkomulag hlýtur kall dagsins að vera frekari nýliðun eins og Einar leggur til.

Gestur Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég er sammála því að kjósendur þurfi að ráða meira um hvaða persónur þeir eru að kjósa á þing. Og margir virðast vera að kalla eftir þessu núna, sjá athugasemdir fólks á kjosa.is til dæmis. Kjósendur vilja ekki týnast í flokksræðinu.

Útfærslan er hins vegar vandamál. Að einn kjósandi merki við 63 þingmenn, hver nennir því? Minni kjördæmi þar sem kjósandi merkir við þingmenn (hámark 3-4) kemur betur út að þessu leyti, þó óhjákvæmilega verði þá framhald á kjördæmapoti, því miður.

Einar Sigurbergur Arason, 6.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband