Samfylkingarlausn á vandanum: Siðrof

Sigrún Elsa Smáradóttir var rétt í þessu að leggja til að fólk eigi að að lýsa sig gjaldþrota. Það sé réttur þess.

Er þetta efnahagsstefna Samfylkingarinnar?

Á maður að sjá frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um greiðsluaðlögun og gjaldþrot í því ljósi?

Stendur til að hleypa öllu samfélaginu á hausinn, allir hlaupi frá allri ábyrgð, að fordæmi Samfylkingarinnar?

Hún er í rauninni að leggja til að samfélagið leggi sig niður, siðrof.

Svo toppar hún vitleysuna:

"Því ver sem ríki eru á sig komin þegar þau fara í samninga, því betri sé samningsstaðan?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef fólk getur ekki greitt á það að lýsa sig gjaldþrota - ber reyndar ströng lagleg skyld til þess, en það leysir engan vanda. Einstaklingar losna ekki við skuldir sínar eins og fyrirtæki sem hættir að verða til með gjaldþroti. Það er að far úr öskunni í eldinn fyrir einstakling að verða gjaldþrota fyrir utan að skuldnautar get endurnýjað kröfur sínar alla ævi skuldarans þó hann sé gjaldþrota, og þeir reikna skuldirnar á dráttarvöxtum allan tímann árum og áratugum saman.

- Kröfuvakt Intrum er sérstaklega rekin til að fylgja eftir og halda lifandi skuldum og kröfum sem annars myndu fyrnast og reyndar oft skuldum sem löngu eru fyrndar en fók veit ekki af því.

Það er ekki lausn á neinu að verða gjaldþrota.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

(Það voru villur í hinu svo ég geri aðra tilraun)

Ef fólk getur ekki greitt á það að lýsa sig gjaldþrota - því ber reyndar lagaleg skyld til þess, - en það leysir engan vanda.

Einstaklingar losna ekki við skuldir sínar eins og fyrirtæki sem hættir að vera til með gjaldþroti. Það er að fara úr öskunni í eldinn fyrir einstakling að verða gjaldþrota fyrir utan að kröfueigendur geta endurnýjað kröfur sínar alla ævi skuldarans þó hann sé gjaldþrota og kröfueigendur reikna skuldirnar á dráttavöxtum allan tímann árum og áratugum saman.

- Kröfuvakt Intrum er sérstaklega rekin til að fylgja eftir og halda lifandi skuldum og kröfum sem annars myndu fyrnast og reyndar oft skuldum sem löngu eru fyrndar en fók veit ekki af því.

Það er ekki lausn á neinu að verða gjaldþrota.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Út frá sjónarmiði þjóðfélagsins er best að sem fæstir lýsi sig gjaldþrota heldur haldi áfram í ómögulegu skuldafangelsi með skuldahala sem þeir ráða ekki við.

fyrir sumt fólk er það samt eina leiðin og þetta er eina greiða leiðin sem fólk á í bandaríkjunum núna, þar kemur líka að gjaldþrotalög eru frekar rúm amk í sumum fylkjum þannig að það fyrnist yfir skuldir á skömmum tíma. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband