Samfylkingin vill innleiða þegar innleitt umhverfi
3.11.2008 | 00:55
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Facebook
Athugasemdir
"stórauknum framlögum til þróunar og nýsköpunar."
Einmitt það já....
ég hefði frekað orðað þetta sem "ómarkvissum peningaaustri í tiltekin gæliverkefni, án þess að byggja upp undirstöðu sem myndi nýtast prota- og nýsköpunarfyrirtækjum í heild".
Undanfarin ár er kerfisbundið búið að vinna gegn hagsmunum sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, hrekja sum í þrot og önnur úr landi. Ég er ekki að segja að tillögur Samfylkingarinnar séu góðar, en allt er betra en það sem við höfðum á valdatíma Sjálfstæðis- og Framsóknar.
Púkinn, 3.11.2008 kl. 12:09
Þú hefur rétt fyrir þér, að stóra markmiðið er að lækka almennt verð á fjármagni og aðgengi, þá kemur restin.
Ég tel að þetta fjármagn eigi að fara í stuðning við atvinnulífið í formi stoðkerfa oþh, ekki í rassvasakapítalisma og sjóðasukks af gamla skólanum.
Gestur Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Það er hlálegt að heyra Samfylkinguna tala um finnsku aðferðina til að reyna að eigna sér alla nýsköpun og uppbyggingu sem verður nú í kjölfar hrunsins, þegar að allt það lagaumhverfi sem sett var um sprotafyrirtæki og nýsköpun í Finnlandi voru leidd í lög hér á Íslandi í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, m.a. með stofnun nýsköpunarmiðstöðvar og stórauknum framlögum til þróunar og nýsköpunar.
Aukin nýsköpun bíður einfaldlega eftir að komast almennilega af stað. Að það verði pláss fyrir nýsköpun í hagkerfinu.
Það sem vantar er aðgengi að fjármagni og lægri stýrivextir. Þegar forsendur fyrir fyrirtækjarekstri verða góðar á ný munu grösin spretta.