Trúverðugleiki er gull

Það er meira hvað okkur Íslendingum ætlar að ganga illa að halda þannig á málum að eitthvað örlítið traust og trúverðugleiki geti byggst upp á okkur. Traust og trúverðugleiki er allt eins og málum er háttað núna.

Seðlabankinn hlýtur að hafa leitað til Pólverjanna sem eru vinir í raun og hafa nærst á íslenskri síld til fjölda ára og það á og verður forsætisráðherra að vita.

Að segjast ekkert vita er líklegast það versta sem hægt er að segja í stöðunni. Það opinberar samskiptaleysið og vantraustið sem ríkir í æðstu stjórn ríksins.

Auðvitað á forsætisráðherra að segjast vita að Seðlabankinn leiti hófanna um öll lönd og ef þessar fréttir séu réttar, væri þetta fagnaðarefni.

Stýrivaxtahækkunin er annað dæmi. Við tilkynningu stýrivaxtahækkunina gefur Seðlabankastjóri í skyn að hækkunin sé honum á móti skapi. Hverns konar vitleysingsgangur er þetta?

Hann skrifaði sjálfur undir beiðnina til IMF. Vissi hann ekki hvað í henni stóð?

Ef hann var ósammála því sem í henni stóð, af hverju skrifaði hann þá undir hana?

VIÐ VERÐUM AÐ GANGA Í TAKT. ÖLL...

Ríkisstjórn, Seðlabanki, Alþingi

Þeir sem ekki geta það eiga annaðhvort að hafa sig hæga eða víkja.

Þá getur atvinnulífið og almenningur fylgt með.


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú ert framsóknarmaður, en þið framsóknarmenn þurfið ekkert að ganga í takt við hermarsinn lengur, nú þarf fólk og stjórnmálamenn frekar að fara að hugsa sjálfstætt, nóg er komið af führer lýðræði og flokkslínum, ekki verndaði það okkur frá óhugsandi stórum mistökum, nema síður sé og hermarsinn og traustið á leiðtoga hafi einmitt landað þessu rugli, viljandi eða óviljandi.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

og hvað viltu þá í staðin?

Algert stjórnleysi?

Gestur Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 13:21

3 identicon

neh :-) 

Lengi getur vont versnað, en mér finnst sjálfsagt að kjósa allvaga strax og að fólk þarna "axli ábyrgðina" - ef ekki er nú ástæða til þess, hvenær þá?  Annars er allt þetta hjal um ábyrgð algerlega ábyrgðarlaust.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég get skrifað upp á kosningar þegar bráðaaðgerðum er lokið. Hvenær sem það svo verður...

Gestur Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband