Er þetta rétt forgangsröðun?

Er rétt að setja þessar aðgerðir í forgang, að taka við þeim sem missa atvinnuna?

Væri ekki réttara að setja atvinnulífið í forgang, svo sem fæstir missi vinnuna?

Þeir sem hafa vinnu geta frekar staðið við sínar skuldbindingar og geta lagt sitt að mörkum til þjóðarframleiðslunnar.

Að því loknu og auðvitað samtímis, á að taka vel á móti þeim sem detta út af atvinnumarkaðinum og fara í aðgerðir til að koma þeim inn á hann aftur og aðgerðir til að tryggja efnahag heimilanna eins og verið er að leggja til hérna.

En maður heyrir því miður lítið sem ekki neitt af aðgerðum til að bæta greiðslugetu fyrirtækjanna, sem fara í þrot ef það batnar ekki.

Það er röng forgangsröðun.


mbl.is Fjölskyldur landsins settar í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Frá setningu neyðarlaga er liðinn einn mánuður og eina sem stjórnarherrarnir hafa komið í verk er að hækka stýrivextina, ekki er að heyra að það séu nein sérstök plön í gangi um næsta þrekvirki þeirra.

Nú þjóðinni er kunnugt um að aðalsmerki Geirs að aðhafast ekkert, allavega er hann eini Forsetisráðherrann sem hefur stært sig af því svo mér sé kunnugt.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 7.11.2008 kl. 23:40

2 identicon

Kannski verða það þið eða einhver ykkur nákominn, eða kær vinur;vinkona sem missir vinnuna í næstu viku. Eða rétt fyrir jól. Í ársbyrjun, þegar verslunaræði jólanna er liðið hjá.

Ætli þið verðið ekki fegnir að þá verði upp komin áætlun til að leysa til bráðabyrgðar, þessi mál.

Það er nú svona að það er hægt að gera margt í einu.

Stýrivexti;atvinnumarkað og margt margt fleira.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigrún: Það sem til stendur að gera fyrir fjölskyldurnar er góðra gjalda vert.

En ríkisstjórnin er ekki að gera neitt fyrir atvinnulífið.

Gestur Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 01:30

4 identicon

Á ríkisstjórnin að gera eitthvað meira fyrir atvinnulífið, en hún nú þegar gerir.

Ég tel okkur greiða nú þegar háa skatta og þeir munu hækka. Og opinber afskipti af atvinnulífinu er ekki til þess fallin að efla frumkvæði almennings. Og svo koma fljótt óánægjuraddir, um að einni atvinnugrein sé hampað eða vörur og verð niðurgreitt.

Hef reynsluna, ég var bóndi.

Ég VAR líka einu sinni framsóknarkona.

En er læknuð af þeirri veiki og það er eins með hana og rauðu hundanna.

Maður verður ekki Framsókn aftur.

Er á móti öllum niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Það á frekar að fella niður aðflutningsgjöld og þannig skatta af aðföngum sem bændur þarfnast.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband