Nóg komið af karpi

Nú þarf að koma rannsókn á íslenska bankakerfinu, aðdraganda hrunsins og aðgerðum í hruninu sjálfu í skynsamlegan farveg.

Það þýðir ekkert að karpa svona hægri vinstri í fjölmiðlum. Heildarmyndina verður að skýra þannig að þeir sem hlusta, lesa og sjá geti áttað sig á samhengi hlutanna.

Stjórnvöld eiga að koma þessu sem allra fyrst í farveg, þannig að umræðan geti farið að snúast um það sem skiptir mestu máli, hvernig efnahagslífinu verði komið í gang á ný og hvernig verði tekið á málum þeirra sem lenda í vandræðum.


mbl.is Icesave upphæðir jukust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Áður en nokkuð verður gert af viti þarf að koma núverandi valdhöfum frá svo þeir haldi ekki áfram að draga okkur niður í skítinn. Þeir hafa sannað að þeir eru óhæfir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við verðum að komast í gegnum bráðaaðgerðirnar áður en farið er í kosningar. Það er nóg að eiga við efnahagslegan og fjármálalegan óstöðugleika, svo stjórnmálalegum óstöðugleika sé ekki bætt við.

Gestur Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég er sammála því að æskilegt væri að koma núverandi stjórn frá, en vandamálið er að jafnvel þó boðað væri til kosninga í dag þá tæki við kosningabarátta upp á einhverjar x vikur og svo stjórnarmyndunarviðræður í x vikur í viðbót. Á meðan heldur allt áfram að brenna og skaðinn verður langtum meiri.

Núverandi stjórn verður að vinna vinnuna sína, hversu illa sem við treystum henni. Svo væri æskilegt að fá kosningar.

Spurningin er hversu langan tíma á að ætla í þessar bráðaaðgerðir áður en boðað yrði til kosninga. Ég kann ekki að svara því.

Einar Sigurbergur Arason, 9.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband