Guðmundur G Þórarinsson sér hlutina í réttu ljósi

Guðmundur G. Þórarinsson

Vanhæfi Breta og Hollendinga

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður sem alþjóðleg stofnun til þess að aðstoða þjóðir sem af einhverjum ástæðum lenda í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum sínum. Hann var ekki stofnaður sem innheimtustofnun fyrir aðildarþjóðir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður sem alþjóðleg stofnun til þess að aðstoða þjóðir sem af einhverjum ástæðum lenda í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum sínum. Hann var ekki stofnaður sem innheimtustofnun fyrir aðildarþjóðir. Af fréttum að dæma virðast Bretar og Hollendingar ætla að nota áhrif sín í sjóðnum, setu sína í stjórn sjóðsins, þar sem þeir ráða yfir 10% atkvæða, til þess að knýja fram greiðslur til landa sinna, greiðslur sem deilur standa um. Þar með hefur sjóðurinn breyst í andhverfu sína. Íslendingar eiga rétt á að dómstólar fjalli um slík deilumál. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að taka að sér hlutverk dómstóla. Einstakar þjóðir eiga ekki að geta gegnum aðstöðu sína þar knúið þjóðir í neyð til þess að ganga að ýtrustu kröfum sínum.

Þessar þjóðir hæla sér af því að vera lýðræðis- og réttarríki. Þegar fjallað er um mál Íslendinga í stjórn sjóðsins eru Bretar og Hollendingar vanhæfir vegna hagsmuna sinna og krafna á hendur Íslendingum og verða að víkja sæti. Íslendingar hljóta að krefjast þess að þeir víki sæti. Þetta er ekki ólíkt því ef ég sæti á Alþingi og beitti áhrifum mínum gegn lögum um aðstoð við landbúnaðinn nema einhverjir bændur greiddu mér skuld sem ég teldi að ég ætti hjá þeim en þeir neituðu.

Þessi afstaða er fáheyrð meðal þjóða sem telja sig vel siðuð réttarríki.

 

Höfundur er verkfræðingur.

Ég hef engu við þetta að bæta, nema að orðið nýlendukúgari, Imperialist, er afar viðkvæmt hugtak hjá íbúum þessara þjóða. Við eigum að nýta okkur það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála þessu. Ef stjórn sjóðsins er að lát Breta og Hollendinga hafa áhrif og vanvirða hlutverk hans þá er sjóðurinn ekki eins þróaður og vandaður og af er látið.

Hins vegar þarf að auka traust á þjóðinni og fyrsta skrefið til þess er að hreinsa til meðal stjórnvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott hjá þessum fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Eflaust eimir eftir af nýlenduhrokanum hjá hinum föllnu stórveldum Bretum og Hollendingum.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn kíkja á gagnrýni Joseph Stiglitz á sjóðinn, þá má sjá að akkúrat svona starfar hann. Hyglir aðildaþjóðum, er með 70% neitunarvald kanans og hefur innanborðs hagsmunapotara fyrirtækjasamsteypa og risabanka.

Það sem bretar og hollendingar vilja er ekki að greiða sparifjáreigendum, heldur að komast yfir eignasafn og veð bankanna.

Þau samanstanda af:

Stórum hluta fiskveiðikvótans

Bréfum í Orkuframleiðslu og dreifingu.

Bréfum í iðnfyrirtækjum og verslun

Bréfum í einkareknum heilbrigðisstofnunum og þjónustufyrirtækjum

Bréfum í´olíufélögum

Landrareignum hlunnindum ofl. (laxár t.d. og vatnréttur)

Fleira má nefna. Allt á rock bottom prís. Sjálfstæði og sjálfræði. Er hægt að tala um fyrrverandi Impeialisma? Hér er ekkert annað á ferðinni og við erum hinir nýju þegnar þessara lénsherra.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 10:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn vilja vita hvað eignatilfærsla þýðir í þessu samhengi. Nokkuð sem er í gangi hjá skilanefndum svokölluðum, þá þýðir það sölu á eignum bankanna upp í óreiðuskuldir og það sem er sorglegast er að bankarnir áttu nánast allt og það er verðlítið í dag.

Smá reality check...

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 10:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Við ætlum ekki að greiða skuldir óreiðumanna."

Bullshit...við höfum verið að því í hálfan mánuð.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðmundur er flottur

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þó ég hafi ekki hrifist af pólitík Guðmundar G. (aðallega af því að þeir Finnur Ingólfs voru duglegir atkvæðasmalar) þá fær hann fimm stjörnur fyrir þetta innlegg.

Einar Sigurbergur Arason, 9.11.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband