Fræðið mig ófróðan

Hafa þessar þjóðir neitunarvald í framkvæmdastjórn IMF?


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Gestur,
já þessar þjóðir geta haft áhrif og sérstaklega ef þær eru að fá aðrar Evrópuþjóðir til að kóa með.  Evrópusambandið er ekki að hjálpa okkur í þessum málum og stendur í raun með Bretum og Hollendingum.

Ef við eigum að greiða meira en tryggingasjóðurinn stendur undir vegna Icesave t.d. 1 1/2 kg af gulli sem er í raun góð útskýring, þá erum við búin að vera hvort eð er.  Þá má segja að betri kosturinn sé bara að bjarga okkur sjálf þó það taki sinn tíma, því miður.

Við verðum því bara að halda niðri í okkur andanum hvað gerist í næstu viku

Vilborg G. Hansen, 8.11.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Takk.

Fór á heimasíðu IMF. Þeir virðast ekki hafa vetorétt, Bretar hafa 4,86% atkvæðavægi.

Gestur Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það virðist þó vera betri kostur að gera ekkert en ganga að skilmálunum, sé þess krafist. Við sveltum ekki og innflutningur mun kannski færast til, en maður veit ekki hvaða afleiðingar það hefur að standa fastur á sínu gagnvart hinum stóra heimi.

Villi Asgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hitti Íslending sem búsettur er í Danmörku en hefur viðskipti við nokkur lönd. Hann vildi meina að  það hefði verið afleit ráðstöfun að þjóðnýta bankana. Evrópubúar líta á þetta sem kennitöluflakk og bankarnir komast hvergi í viðskipti. Margir Íslendingar í útflutningi eru hættir að skipta í íslenskar krónur vegna þessara óþæginda.

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 02:55

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bíddu, er þetta ekki kennitöluflakk?

Gestur Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 12:10

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú Gestur, þetta er kennitöluflakk samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu.

Spurningin sem menn spyrja sig erlendis er hvort þetta sé hægt að skilgreina sem neyðarrétt eða siðleysi og mun fleiri virðast hallast að því að þetta séð siðleysi.   Sjálfur held ég að þetta sé einhverju leyti skammsýni manna sem ekki þekkja til viðskipta.  Það er búið að stórskaða viðskiptavild Íslendinga almennt ekki vegna þess að bankarnir fóru á hausinn heldur vegna þess hvernig á málum var haldið.

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband