Frábær heimildavinna um framkvæmdastjórnafundadagskrá IMF !

Vísir.is birtir frétt þess efnis að á heimasíðu IMF sé afgreiðsla á erindi Íslands ekki á dagskrá framkvæmdastjórnarfunda sjóðsins. Eyjan tekur fréttina einnig upp.

Stóra fréttin þeirra er að afgreiðsla erindis Íslands sé ekki á dagskrá þessa vikuna. Það er svosem líklegt, enda virðist ekki búið að safna lánsfé nema að tveimur þriðju, ef lán IMF er tekið með.

En ég held að menn ættu nú að lesa aðeins betur áður en menn slá svona upp.

Á heimasíðu IMF kemur nefnilega fram að dagskrá fundanna var síðast uppfærð 30. október. Það er sem sagt ekkert að marka þessa dagskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband