Vonandi er forseti vor í samráði við ríkisstjórn sína
12.11.2008 | 10:54
Í hverju landi verður að vera ein utanríkisstefna.
Er sú stefna á forræði utanríkisráðherra og Utanríkisráðuneytisins skv lögum, sem forseti Íslands hefur staðfest, enda segir í 13. grein Stjórnarskrár lýðveldisins að "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
"1. gr. Utanríkisþjónustan fer með utanríkismál og gætir í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir
1. stjórnmál og öryggismál,
2. utanríkisviðskipti, og
3. menningarmál.
Utanríkisþjónustan annast í umboði forseta samningagerðir við önnur ríki, nema þar frá sé gerð undantekning í lögum eða forsetaúrskurði. [...]"
Sjávarútvegsráðuneytið gæti ekki tekið upp sína eigin stefnu, enda gæti hún þá stangast á við utanríkismálastefnu samgönguráðuneytisins og svo framvegis.
Þess vegna ætla ég rétt að vona að þessi ummæli hr Ólafs Ragnars Grímssonar hafi fallið að höfðu samráði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, eða einhvers sem hún hefur framselt vald sitt til, enda öll utanríkissamskipti okkar í miklu uppnámi þessa dagana og ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á að menn tali einum rómi.
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver á að vera í samráði við þessa ríkisstjórn? Er hún ekki rúin trausti? Þarf hún ekki að fara áður en einhver tekur okkur alvarlega?
Villi Asgeirsson, 12.11.2008 kl. 11:23
Það er vel skiljanlegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er hvorki fugl né fiskur þessa stundina og á hún því að láta STRAX aðra sem hafa mikla reynslu á utanríkismálum um að bretta upp ermarnar og segja og gera það sem þarf. Fínt að nota forsetaembættið enda þar vanur pólitíkus á ferð sem veit hvernig kaupin gerast þarna úti í hinum stóra heimi.
Ólafur hefur það vægi sem þarf til þess að á hann sé hlustað og því á að nota karlinn sem mest. Það dugar ekkert lengur eitthvert hálfkák eins og búið er að vera síðustu vikurnar.
Það eru fáir Ísendingar með eins sterka alþjóðlega stöðu eins og Ólafur, það sem að hann segir er hlustað á og tekið mark á. Það er bara einfaldlega þannig og því á að nota karlinn 24/7 á meðan hægt er.
Senda hann á einkaþotu til Kína, Indands, Rússlands, Sádí Arabíu og fl. landa og láta hann ganga frá þessu lánamáli snarlega.
Það verður ekki gert úr þessu nema á topp level úr því sem komið er.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.11.2008 kl. 13:00
Tja..... Mér finnst bara kominn tími til að einhver segi eitthvað, sama hvað. Ekki virðist talandinn vera mikið í gangi í ríkisstjórninni.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 12.11.2008 kl. 14:54
Mér finnst fínt að forsetinn beiti sér. En hann verður að gera það í samráði við ríkisstjórn. Það er nóg að ráðherrarnir tali út og suður, svo forsetinn fari ekki að bætast inn í þann hóp. Hann bara á að fara eftir þeirri líinu sem ríkisstjórnin, þeas utanríkisráðherra gefur þegar það er gert og vonandi hefur hann líka gert það.
Gestur Guðjónsson, 12.11.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.