Hvers konar samningagerð er þetta?

Ef íslenska ríkisstjórnin er, án nauðsynlegs samþykkis Alþingis, búin að skrifa undir samkomulag þess efnis að Íslendingar eigi að greiða hollenskum innistæðueigendum, af hverju í veröldinni berast þá fréttir þess efnis að Hollendingar standi í vegi fyrir afgreiðslu IMF á aðstoðinni við Íslendinga?

Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega, að undirgangst skuldbindingar umfram þrengstu þjóðréttarlegu ábyrgðir Íslendinga, fyrst það tryggir í það minnsta ekki lok málsins?

Á þessu verða að koma skýringar.


mbl.is 100 þúsund kröfur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta hefur legið fyrir. Íslendingar tryggðu 20 þús evrur, Hollenski bankinn 80 þús evrur en það sem er umfram þá fjárhæð er ótryggt. Þeir sem lögðu fé inn á þessa reikninga t.d. bæjarfélög og aðrir sem fóru með almannafé áttu að kynna sér reglurnar. Ef þeir hefðu gert það mátti þeim vera ljóst að það sem er umfram 100 þús evrur er ótryggt. Nú heimta þeir að Íslendingar borgi og geta réttlætt sig að einhverju leiti með neyðarlögunum.

Okkar Ríkisstjórn hefur klúðar MEGA!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband