Neyðarlagavitleysan
13.11.2008 | 09:53
Það er eins og mönnum hafi ekki sést fyrir við setningu neyðarlaganna.
Eins og lagatextinn stendur, er enginn greinarmunur gerður á þjóðerni innistæðueigenda og reyndar get ég ekki lesið ótakmörkuðu ábyrgðina út úr textanum heldur, en ég er ekki lögfræðingur.
Þess vegna er erfitt að sjá annað en að útlendingar eigi að hafa sama rétt og Íslendingar.
Því verður sú spurning sífellt áleitnari, hvort við eigum ekki að afturkalla hluta neyðarlaganna og miða innistæðutrygginguna einungis við þau mörk sem tilskipunin kveður á um, þeas ca 3 milljónir, ef það er þá hægt, það er ef það stendur í lögunum yfir höfuð.
Að vísu gilda hafa yfirlýsingar ráðherra eitthvað réttargildi, en þeir hafa ekki lagasetningarvald.
Hversu miklum hagsmunum værum við að fórna hérna innanlands fyrir að losna undan milljarðahundraða ábyrgðum. Það mætti jafnvel hugsa sér að bæta þeim Íslendingum sem yrðu fyrir tjóni á einhvern hátt, til dæmis með því að fara í þjóðarsöfnun til að bæta þeim Íslendingum sem áttu yfir 3 milljónum sitt tjón.
Hins vegar má alveg ímynda sér að um leið og bretar yfirtóku Landsbankann í bretlandi á óvinveittan hátt með vísun í hryðjuerkalög hafi þeir einnig yfirtekið allar ábyrgðir í leiðinni. Það verður jú ekki bæði sleppt og haldið.
Deilur vegna Íslands í gerðardóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Athugasemdir
Ertu þá að segja að þeir sem tóku ekki þá áhættu að leggja fjármuni sína í útrásina eigi að taka á sig meiri skell en þeir sem tóku áhættuna?
Vigdís, 13.11.2008 kl. 10:49
Það verður að koma fram hversu mikilir hagsmunirnir væru.
Aðgerðin væri afar ósanngjörn, en það er einnig afar ósanngjarnt ef börn okkar og barnabörn ættu að borga af vitleysunni um ókomna framtíð.
Menn verða að taka upplýstar ákvarðanir, ekki þreifa fyrir sér í myrkrinu eins og allir virðast vera að gera núna, fyrir utan hugsanlega einhverja 3-4 ráðherra.
Gestur Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 11:43
Fyrir það fyrsta þurfa þeir, sem ekkert sjá annað en að skríða til kvalara sinna og biðja þá ásjár, og allt skuli gert ef við aðeins fáum inngöngu í ESB,að leita sér sáluhjálpar trúlega, bæði hjá presti og sálfræðingi.Þetta á ekki síður við um þá sem kalla sig framsóknarmenn, en menn annarra flokka.Nú dugir ekkert annað en að mynda flokk sem tilbúinn er að berjast gegn inn göngu í ESB.Það þarf að gerast strax ,því tíminn er í mesta lagi tvö og hálft ár.Þú verður að sjálfsögðu velkominn í þann flokk Gestur.Sá flokkur gæti allt eins sameinast Framsóknarflokknum þegar ESB ruglið verður runnið af meginþorra þeirra manna sem halda að þeir ráði Framsóknarflokknum, og eru leifar frá undanförnum árum sem leitt hefur hörmungar yfir þjóðina.
Sigurgeir Jónsson, 13.11.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.