Niðurstaða um ESB feril Framsóknar
16.11.2008 | 01:25
Líkt og á síðasta miðstjórnarfundi Framsóknar, sýndi flokkurinn í dag styrk sinn og málefnalega yfirburði.
Guðni Ágústsson, formaður flokksins, sem hefur verið mikill efasemdamaður um ESB, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, skynjaði flokk sinn og stöðuna i þjóðfélaginu rétt og niðurstaðan var með þeim hætti að allir fundarmenn samþykktu niðurstöðuna, sem komist var að með góðri samvinnu. Eitthvað sem ég er viss um að sé einsdæmi meðal flokka.
Það er engin tilviljun að niðurstaðan hafi verið einróma. Það byggist ekki á einhverri blindri leiðtogahollustu, það byggist á því að síðustu 7 ár hefur Framsókn undirbúið þessa spurningu af yfirvegun, skref fyrir skref, og nú er kominn tími til að stíga næsta skref í þessu ferli.
Spurningunni verður heldur ekki svarað í neinu óðagoti, enda liggur öll forvinna fyrir, heldur á sterku flokksþingi, öfugt á við íhaldið sem þarf að vinna alla undirbúningsvinnu í óðagoti mikillar tímapressu, á tímum þar sem kraftarnir ættu að fara í að fá hjól efnahagslífsins til að snúast á nýjan leik.
Nauðsynlegt var að flýta þinginu, þar sem maður hefur heyrt vísbendingar úr mörgum áttum úr hinum hripleku ríkisstjórnarflokkum að það verði farið í kosningar í vor.
Í vor, fyrir hrun bankakerfisins, mat Framsókn stöðuna þannig að hægt væri að leyfa sér að spyrja þjóðina hvort fara ætti í samningaviðræður og niðurstaða þeirra væri svo borin undir þjóðina á ný, eftir nauðsynlegar aðlaganir. Þær aðstæður eiga ekki við í dag.
Nú er ljóst að svara verður spurningunni fljótt og í raun er Framsókn eini flokkurinn sem er undirbúinn undir það að svara þeirri spurningu.
Samfylkingin er algerlega óundirbúin undir að taka þátt í umræðunni, eins undarlegt og það kann að hljóma. Þar á bæ hefur ekkert starf í Evrópumálum átt sér stað síðan flokkurinn skaut ágreiningnum í póstkostningu meðal flokksmanna.
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.