ESB lýsir vantrausti á ríkisstjórn Íslands – það geri ég líka
18.11.2008 | 12:29
Ríkisstjórnin, Seðlabankastjóri og Forseti Íslands básúnast yfir því að 27 þjóðir ESB krefjist þess að Ísland gangi frá sínum málum áður en IMF pakkinn sé afgreiddur.
Ég skil afstöðu þeirra vel.
ESB-þjóðirnar Svíar, Danir og Finnar hafa verið með sendinefnd hér á landi ásamt Norðmönnum til að kanna aðstæður og hvað sé í bígerð hjá íslenskum stjórnvöldum. Fulltrúar þeirra hafa greinilega komist að þeirri augljósu niðurstöðu að ríkisstjórnin viti ekkert hvað hún sé að gera.
Er það nokkuð skrítið?
Þeir upplifa að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala út og suður, upp og niður og hjóla hver í annan í hverju málinu á fætur öðru.
· Einn segir að sækja eigi um aðild að ESB, annar segir að það sé ekki á dagskrá.
· Einn ver stýrivaxtahækkun, annar segir hana vitleysu.
· Einn segist ekki kyssa vönd kvalara síns, annar er að reyna að semja frið við breta eftir eðlilegum leiðum.
· Nokkrir krefjast þess að seðlabankastjórnin víkji, aðrir verja hana í drep
· Einn gagnrýnir Seðlabankastjóra fyrir að hafa sagt að þjóðin ætli ekki að greiða erlendar skuldir, meðan staðgengill hans hefur sagt nákvæmlega það sama, jafnvel enn sterkar tveimur dögum áður, þá í embætti.
· Talað er um aðhald, meðan það eina sem kemur fram er niðurskurður á útgjaldaaukningu.
· Einn ver laun nýju bankastjóranna, annar gagnrýnir þau og sá sem ákveður þau í gegnum leppstjórnir sína, segist ekki vita hvað um sé að vera í bönkunum!
Hvernig á að vera hægt að treysta svona liði?
Ég geri það ekki.
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
Arnór: Áfallið meira hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ríkisstjórnin væri alltaf sammála þá væri nú eitthvað mikið að, og við borgararnir í djúpum skít væntanlega. Það væri svolítið eins og að vera með einræðisherra, allir sammála, engir rökstólar, alþingi lagt niður.
Gott líf, eða hvað?
Þórgnýr Thoroddsen, 18.11.2008 kl. 12:42
Þetta er heitir ekki að vera ósammála heldur að fyrra sig ábyrgð. Þau taka sameiginlegar ákvarðanir á lokuðum fundum en segjast svo vera voða ósammála þeim í fjölmiðlum. Það er verið að ræna fólk í þessu landi til að greiða annarra manna skuldir og það vill enginn bera ábyrgð á því þó það sama fólk hafi tekið ákvarðanirnar.
Héðinn Björnsson, 18.11.2008 kl. 12:50
Ef stjórnarskipti koma til undir þrýstingi frá EU eða IMF, þá er það jafngildi innrásar. Þessar stofnanir eiga ekkert með að setja skilyrði fyrir slíku eða hlutast til um innanríkismál og stjórnskipun. Það er okkar mál. Valdarán heitir slíkt og á ekkert skylt við lýðræði. Ef ríkistjórn hyggst fara frá vegna þrýsting þessara afla, þá legg ég til að hún sitji sem fastast og hendi öllum agentum þessara glæpakartella úr landi.
Ef slíkar yfirlýsingar liggja fyrir, þá er það alþjóðlegur skandall og ber að stefna báðum stofnunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 13:03
Héðinn, þetta getur þú ekki vitað með vissu. En þetta er líklegt engu að síður. Það breytir því ekki að stjórnmálamenn VERÐA að geta verið ósammála, og þar af leiðir að gagnrýni Gests er, tja... ekki beint úthugsuð.
Jón Steinar, ef þetta er raunin þá væri myndi ég frekar styðja byltingu fólksins en eitthvað bölvað dómstólahark sem tekur engan endi og skilar engum niðurstöðum. Í svona málum dugar ekki að segja: „láttu þinn lögfræðing tala við minn“, frekar myndi virka að segja: „láttu þinn lögfræðing tala við handrukkarann minn“. ;)
Þórgnýr Thoroddsen, 18.11.2008 kl. 13:12
Þórgnýr
Það knýr mest nú sem áður að ríkistjórnin tali einni röddu um hvaða lausnir eigi að vinna að. Þessi ríkistjórn er búinn að sýna við hvert tækifæri að það geti það ekki.
KveðjaHlini Melsteð Jóngeirsson, 18.11.2008 kl. 15:20
Hlini,
þinni röddu, framsóknarmaður?
Blessaður vertu, viðurkenndu það því það er víst, hvaða stjórn sem er sem fær að sitja núna verður stjórnin sem „kom íslandi upp úr volæðinu“, því það verður ekki mikið verra en það er núna. Það er einmitt núna sem þið flokkamenn ættuð að viðurkenna að engin EIN rök eru betri en önnur, sat á fyrirlestri hjá Gylfa Zoega, hagfræðingi, hann sagði að oftar en ekki væri best að gera sem minnst við þessar aðstæður, ég hef lúmskt á tilfinningunni að það sé rétt. Rökin sem hann færði fyrir því voru að það veit í raun enginn HVAÐ sé best að gera, og að aðgerðir stjórnvalda reyndust oft verri en að sitja bara á sér.
Hver sá pólitíkus sem þrætir við hagfræðing um hagfræði (nema sá pólitíkus sé hagfræðingur sjálfur), er að skjóta sig í fótinn.
Þess utan fær hver sá pólitíkus sem talar GEGN rökstólum falleinkunn.
kv.
Þórgnýr
Þórgnýr Thoroddsen, 19.11.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.