Ríkisstjórnina frá og kjósum á ný
23.11.2008 | 10:15
Þessi ríkisstjórn ráðleysis og sundurlyndis sem vanvirti viðvörunarljós á fjármálamarkaði sem byrjuðu að blikka fyrir 15 mánuðum og olli mestu hamförum í íslensku efnahagslífi frá lýðveldisstofnun, er eitthvert það mesta slys sem fyrir þessa þjóð hefur komið, en myndun hennar var samt það eina í stöðunni að loknum síðustu kosningum, þar sem þjóðin, södd og mett af ofgnótt atvinnuuppbyggingar, taldi sig geta verið án Framsóknar.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ástundað vinsældakapphlaup í stað ábyrgrar samstöðu á erfiðum tímum og nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við aðsteðjandi vanda reka á reiðanum. Framsóknarmenn hafa í rúmt ár varað mjög við þeirri stöðu sem þjóðarbúið er nú komið í og þeim óveðursskýjum sem stefndu að landinu erlendis frá. Þannig lýsti forsætisráðherra því m.a. í skýrslu sinni um efnahagsmál 2. september s.l. að þær efnahagsþrengingar sem væru framundan væru vissulega krefjandi verkefni en ekki neyðarástand eða raunveruleg kreppa eins og Íslendingar kynntust fyrr á árum" og að við þyrftum öll að búa okkur undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt um hríð". Skyldi forsætisráðherra enn vera sömu skoðunar?
Segir í síðustu miðstjórnarályktun Framsóknar
Ofgnóttin blindaði þjóðina í síðustu kosningum sem trúði því að einhver innistæða væri fyrir loforðaflaumi Samfylkingarinnar.
Fjölmiðlar landsins brugðust algerlega hlutverki sínu við að spyrja og kanna hversu raunhæfar tillögur framboðanna voru og gefin voru út aukablöð til að afvegaleiða umræðuna og sverta þau framboð sem voru eigendum blaðana ekki þóknanlegir. Aukaútgáfa DV, blaðs baugs, sem myndaði Baugsstjórnina, verður lengi í minnum höfð.
Af hverju ætli peningamennirnir hafi viljað koma Framsókn úr ríkisstjórn?
Ætli það hafi verið vegna baráttu hennar fyrir eflingu Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunnar?
Einhvern vegin hef ég mikinn grun um það, í það minnsta eftir þær breytingar sem hafa orðið á þessum stofnunum eftir að kratarnir komust til valda.
Þessi mistök þarf að leyfa þjóðinni að leiðrétta.
Það verður að kjósa á ný og mynda starfhæfa og raunsæja ríkisstjórn, þegar bráðaaðgerðum á fjármálamarkaði er lokið.
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr
Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.11.2008 kl. 10:38
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur er með meirihluta samkvæmt þessari könnun. Ef þeir flokkar eru ómögulegir og Framsókn að hverfa hvað vill þá fólk með kostningum?
Elías Theódórsson, 23.11.2008 kl. 12:26
Vonandi lest þú ekki út úr þessari könnun að tími Framsóknarflokksins sé runninn upp. Samfylkingin er enn stærst og á þau mið virðist Framsóknarflokkurinn nú ætla að róa án þess að gera upp kvótakerfið og einkavæðinguna sem flokkurinn ber ábyrgð á.
Í raun held ég að það sé meiri þörf, upp á ein 6%, fyrir Þjóðarflokk Bjarna og Guðna. Þeir gætu sótt svolítið auka til VG og íhaldsins. Það eru engar innistæður fyrir þessum gífuryrðum þínum til að hala upp spillingarveldi Framsóknar.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2008 kl. 13:27
Elías: Kjósendur eru að stórum hluta óákveðnir, þannig að það er erfitt að sjá hvað skoðanakannanair segja okkur. Kjósendur þurfa skýra sýn stjórnmálaflokkana um hvernig þeir ætla sér að byggja landið upp á ný. Þar þýðir ekki að fara í skoðanakannanastjórnmál. Heildstæð stefna og sýn er það sem þarf.
Gunnlaugur. Hvaða gífuryrði. Var ekki gefið út sérstakt DV blað til að níða þáverandi ríkisstjórnarflokka?
Gestur Guðjónsson, 23.11.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.