Þorvaldur kominn út úr skápnum

Þorvaldur Gylfason talaði sem stjórnmálamaður í gærkvöldi, ekki hagfræðingur. Ræða hans var ágæt sem slík, gagnrýnin, vel flutt og skemmtileg, en sem faglegt yfirvegað mat og yfirlit hagfræðiprófessors sem vill láta taka sig faglega alvarlega var hún ömurleg.

Þess vegna er fáránlegt að vilja Þorvald sem Seðlabankastjóra eftir þessa ræðu og þeir sem halda því fram átta sig ekki á því hvað menn eru að fara fram á með faglegum ráðningum í þær stöður.

Össur var með áskorun sinni einfaldlega að biðja um óbreytt ástand, hann vildi bara að hans skoðanabræður væru við stjórnvölin í stað annarra.

Er ekki komið nóg af stjórnmálamönnum í Seðlabankanum?


mbl.is Kvótakerfið varðaði veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll

Það er nú þannig að þegar keyrt er útaf og bílnum velt þá þarf að draga hann upp á veginn og koma honum á "réttan kjöl" aftur áður en byrjað er að taka stefnuna og keyra aftur!      Mér fannst Þorvaldur bara vera að þessu þegar hann benti á hvað þyrfti að gera fyrst og svo og svo, nefnilega að hreinsa til í seðlabankanum og "spúla dekkið".   Það er hvorki hagfræði eða pólitík - það er heilbrigð skynsemi!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 25.11.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Gestur þetta er hárrétt hjá þér auðvita má maðurinn ekki hafa persónulegar skoðanir á hvað fór úrskeiðis, svona kallar eins og hann sem eru líka með hugmyndafræði um ákveðnar pólitískar lausnir og heita Þorvaldur Gylfason eiga náttúrlega ekki að láta svona. Gestur við erum semsagt í liðinu með Geir að það eigi bara að tala um það sem passar og hentar okkur, er það ekki. !

Steini pípari

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.11.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eða bréfberum í ríkistjórninni og fiskifræðingum kanski í vitlausum stólum.

Það er munur á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi.

Allir frjálsir menn mega tjá sig líka gamlir Jafnaðarmenn. Menn uppskera nú svo þeir sá sbr. lög um tjáningafrelsi á okkar slóðum ennþá.

Júlíus Björnsson, 25.11.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Hann var ekki að akitera fyrir neinum flokkum, né pólitískum stefnum.

Kallaðu hann pólitíkus eða eitthvað annað. Hann allavega synir samábyrgð í verki með að koma fram.

það er meira en Stjórnin og Davíð hafa gert. Burt með spillingarliðið.

Arnór Valdimarsson, 25.11.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Mér heyrist á öllu að þú sérst trúr þinni bláu hönd!

Hörður B Hjartarson, 25.11.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ragnar: Ég get ekki skrifað þetta skýrar en ég gerði. Mér fannst ræðan hans fín, en um leið gerir hún hann vanhæfan sem Seðlabankastjóra. Þangað á ekki að ráða menn sem eru pólitískt virkir, eins og Þorvaldur er nú orðinn.

Agnar: Sem pólitísk ræða var hún góð, en hún var ekki hagfræðiræða.

Þorsteinn: Þorvaldur má alveg halda svona ræður og mér fannst ræða hans góð og get tekið undir margt af því sem hann sagði. En það sem ég er að benda á er að hHann er þar með farinn að tala pólitískt og þar með er hann ekki lengur hæfur að mínu mati til að gegna stöðu Seðlabankastjóra. Þar eiga ekki að sitja pólitíkusar.

Haddi: Hvernig getur þú komist að því að ég sé trúr bláu höndinni? Mér finnst við búin að borga nægjanlega mikið fyrir pólitískar stöðuráðningar í Seðlabankann og vill ekki að því verði fram haldið, með því að ráða Þorvald.

Arnór: Pólitík er meira en flokkspólitík. Þorvaldur má alveg koma með sínar pólitísku ræður, en hann verður þá að gera sér grein fyrir því að hlutleysi hans sem fræðimanns er ekkert orðið. Þannig er ástatt um marga fleiri í háskólasamfélaginu nú orðið.

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margir hagfræðingar hafa lagt orð í belg um þessar mundir.  Fræði þeirra koma úr sitt hvori áttinni og eru frábrugðinn í samræmi, allavega áherslurnar,  í eyrum þeirra sem hlýddu. Ekki ólíkt því sem maður er vanur úr pólítíkinni. Reyndur veit þó betur; Vitur nærri getur. Það er reynslan í verki sem skiptir máli núna í stöðunni. Og láta verkin tala. Svo munum við dæma. Hvað var gert og hver gerði.

Júlíus Björnsson, 25.11.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef pólitíkusar eiga ekki að sitja í Seðlabankanum er það stefnubreyting sem stjórnmálaleiðtogar okkar verða seinir til að samþykkja. En auðvitað er þetta hárrétt hjá þér. Hinsvegar sé ég það nú eiginlega ekki fyrir mér á okkar litla landi að mikill matur sé í fólki sem ekki hefur sterka pólitíska skoðun.

Að þessu slepptu er ég sammála Ragnari Eiríkssyni. 

Árni Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Liberal

Guð hjálpi okkur öllum ef vitleysingar eins og Þorvaldur Gylfason komast í valdastöður. Maðurinn hefur ekki farið úr inniskónum í 30 ár á sínum verndaða vinnustað og þykist vera þess umkominn að segja okkur hvernig raunveruleikinn virkar.

Þorvaldur er kverúlant og lýðskrumari. Einhverra hluta vegna hefur gáfnaljósið hann Egill Helgason trillað þessu fyrirbæri fram sem boðbera sannleika undanfarin misseri, og má ekkert misjafnt heyra um manninn. Eftir stendur að Þorvaldur Gylfason hefur haft allt á hornum sér undanfarna áratugi, sennilega út af því að þegar aðrir þorðu að stíga út í raunveruleikann kaus hann að híma í fílabeinsturni akademíunnar og hann sá að hann átti ekkert erindi út fyrir þá veggi. Lét sér nægja að finna öllu allt til foráttu áratugum saman og boðaði heimsendi. Svo þegar illa árar kemur hann og segir "sko, ég sagði það!"

Guð forði okkur frá því að fá Þorvald fram. Hann er fínn á svona halelújasamkomum í gær þar sem mennskt sauðfé safnast saman og jarmar í kór. En þegar raunveruleikinn kallar, þá viljum við ekki að fólk eins og Þorvaldur svari.

Liberal, 25.11.2008 kl. 21:15

10 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þorvaldur Gylfason hlýtur að mega koma fram sem hann sjálfur með sínar eigin skoðanir þegar hann er ekki í vinnunni.  Hann var ekki í vinnu sem hagfræðiprófessor þarna í pontunni.  Auk þess var það sem hann sagði bara heilbrigð skynsemi...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 25.11.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hverjir fleiri eru mögulegir í starf seðlabankastjóra þegar og ef núverandi stjórnendur hverfa á braut?

Vilhjálmur Egilsson???  Hann var vissulega á þingi á tímabili en það er fjarri því að vera hans aðalvettvangur í gegnum tíðina.

Hverjir fleiri eru í stöðunni?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.11.2008 kl. 22:22

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigfús: Já. Ég er alls alls alls ekki að gagnrýna Þorvald fyrir að halda sína ræðu. Hún var góð sem pólitísk ræða. Um leið er hann orðinn pólitískur og um leið yrði val hans í stól Seðlabankastjóra pólitískt og því óheppilegt, svo ekki sé meira sagt. Reynsla okkar af pólitískum ráðningum í þá stöðu hlýtur að styðja skoðun mína.

Arnþór: Þú vilt sem sagt ekki breytt vinnubrögð? Þorvaldur á að drífa sig inn á þing. Þar er þörf fyrir skoðanir hans. Hvort ég myndi kjósa hann læt ég liggja á milli hluta, en á Alþingi á að sitja fólk með mismunandi sjónarhorn.

Sigurður: Ég veit það ekki. Vilhjálmur er góður kandidat, en er pólitískur. En hver segir að Seðlabankastjóri þurfi að vera Íslendingur?

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 22:56

13 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Mér þætti gaman að vita hvernig er hægt að nálgast það efni sem um var rætt, hrun Íslands vegna óstjórnar og spillingar, án þess að vera pólitískur?     Maðurinn nefndi nokkur atriði sem steytt hefði á og benti m.a. á það sem lausn "að spúla dekkið"!      Þetta er sjálfsagt pólitík en engin pólitísk lína var gefin.    Þó Þorvaldur skimaði til ríkisstjórnarinnar um leið, þá var orðunum ekki eingöngu beint til þeirra heldur fannst mér allir, bæði hásetar og matsveinn eiga að fá smúlinn á sig!

Ef nefna á mögulegan seðlabankastjóra finnst mér að blái liturinn á Vilhjálmi og tengsl hans við auðmannaklíkurnar gera hann alveg vanhæfan.     Var ekki einhver seðlabankastjóri á lausu í Malasíu?!!

Er Þorvaldur ekki allt of góður maður til að loka hann inni í Seðlabankanum og múlbinda hann þar?   Er það ekki aðal kostur seðlabankastjóra að segja sem allra minnst sem allra oftast?    Það hlýtur alla vega að teljast vera reynslan hérlendis!!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 25.11.2008 kl. 23:34

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er ekki öll vitleysan eins!
Menn gagnrýna Davíð Oddson fyrir að tala eins og stjórnmálamaður og benda á um leið að hann sé "bara" embættismaður.
Þeir hinir sömu gleyma því, að hann er opinber starfsmaður og nýtur því allra réttinda sem slíkur. Svo einfalt er það. Þessu hafa menn geymt sem börðust sem mest fyrir réttindum opinberra starfsmanna.

Júlíus Valsson, 25.11.2008 kl. 23:48

15 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Ég er að sumu leyti sammála málshefjanda. Þorvaldur má auðvitað hafa sínar skoðanir. Ræða hans var gríðarlega öflug, innblásin og pólitísk. Þetta er afskaplega greindur og góður maður. Hann á ekkert erindi í seðlabankastjórann héðan af og það væri þvert á það sem hann hefur boðað. Þar þarf ópólitískan fagmann. Ég vil Þorvald Gylfason af hliðarlínunni og inn á völlinn í pólitíkinni. Ég hefði viljað að hann stýrði utanþingsstjórn, eigi síðar en í byrjun næsta árs og fram að kosningum. Hann ætti svo að leiða nýjan öflugan jafnaðarmannaflokk til kosninga. Gylfi Magnússon gæti orðið fínn seðlabankastjóri.

Jóhann G. Frímann, 26.11.2008 kl. 01:18

16 Smámynd: Sævar Finnbogason

Kæri Gestur.

Þorvaldur talaði um það sem hann er búinn að tala um frá því ég kynntist honum fyrst. Hann sagði ekkert sem hann hefur ekki sagt áður. Hér fóru hlutir eins og hann sjálfur hafði varað við í langan tíma og hvar eru Núna snillingarnir í bankastjórn selabankans sem þóttust svo snjallir að þeir þyrftu ekki að taka mark á Þorvaldi, þeim manni sem hefur ALLTAF getað rökstutt mál sitt og stutt afburða fræðilegri þekkingu?

Núna eru bara uppi sérstæðar aðstæður og og við þurfum á því að halda menn eins og þorvaldur komi á stóra fundi og ræði við okkur.

Af því Þorvaldur leyfði sér að  segja það sama og hann hefur tuggið ofan í okkur að krónan sé lítil og dýr fyrir okkur eina ferðina enn og vel að merkja byggir maðurinn þetta á hagræðiþekkingu sinni þá dæmir þú það sem hann segir pólitík. Ef hann hefði sleppt því að minnast á Evru og bara skammað Geir og co hefðir þú auðvitað sennilega fellt tár í klút yfir fræðisnilldinni.

Þið framsóknarmenn eruð nefnilega svo sveigjanlegir

Og vel á minst ríkisstjórnin kom að stærstu leiti og ég verð að segja að ég átti ekki von á því. Enda hafði hún ástæðu til að vera kokhraust eftir þessa arfavitlausu vanhugsuðu vantrauststillögu sem fer í sögubækurnar sem vitnisburður um aumustu stjórnarandstöðu lýðveldistímans sem þjóðinni til skaða situr á sama tíma og aumasta ríkisstjórn lýðveldissins.

Sævar Finnbogason, 26.11.2008 kl. 01:24

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gestur

Ég er einfaldlega ekki sammála þér varðandi Þorvald Gylfason. Hann er skarpgreindur maður og það sem meira er að hann er jafnaðarmaður í hæsta gæðaflokki. Það er trúlega ástæða þess að talað er niðrandi um hann hér á síðunni.

Hann segir hlutina á beinskeyttan, skýrann og skiljanlegan hátt. Almenningur í landinu skilur hann og veit að hann er ekki að tala fyrir hönd neinnar flokksklíku sem tekur eigin hagsmunagæslu fram yfir hag heillar þjóðar.

Hann trúir á lýðræðislegt samstarf þjóða heims og mælir hiklaust með því. Hann bendir okkur á þá staðreynd að komið hafi verið í veg fyrir bætt kjör á Íslandi, vegna hagsmuna lítilla hópa sem ekki hefðu mátt missa spón úr aski sínum.

Þar er ég ekki að tala um útrásarvíkingana svokölluðu, heldur þrönga hópa eins og kvótaeigendur sem nú hljóða sem aldrei fyrr. Gömlu SÍS klíkuna sem lítið hefur heyrst frá en er þó til.

Gamla Kolkrabbahópinn sem líka hefur læðst með veggjum og útrásarvíkingarnir hafa ógnað. Já það er gott að nota "smjörklípuaðferðina" en það eru fleiri og fleiri sem sjá í gegnum hana, nú til dags.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.11.2008 kl. 02:01

18 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þorvaldur Gylfason er umdeildur maður.  Það  sem gefur orðum hans mikla vikt í dag er hvað hann hefur áður sagt.  Hann hefur verið eins og hrópandinn í eyðimörkinni og varað við því sem nú er staðreynd.  Aftur og aftur hefur hann skrifað greinar og varað við hættunni, mætt í viðtöl þar sem  hann hefur skilmerkilega haldið fram skoðunum sínum. 

Gagnrýni hans á stjórn efnahagsmála hefur verið mjög hvöss og beinskeytt.  Fyrir það kallaði seðlabankastjóri hann "ráðvilltan eftiráspeking".  Gott fyrir okkur að rifja þetta upp.

Fyrir þá sem hafa áhuga að lesa greinar og hlutsta á viðtöl geta nálgast þar hér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 26.11.2008 kl. 10:03

19 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar, Hólmfríður, Sveinn og Búkolla: Ég er ekki á nokkurn hátt að kasta rýrð á Þorvald og það sem hann hefur sagt. Það er eflaust allt vel ígrundað og hefði betur verið hlustað á hann. EN... það að hann beitir sér pólitískt, eins og hann gerir núna, stimplar hann að mínu mati út sem mögulegan kandidat til Seðlabankastjóra. Þetta má ekki á nokkurn hátt og engan veginn skilja skrif mín sem vörn fyrir Davíð Oddsson, sem hefur sama stimpil á sér og enn sterkari og út um allan kropp. Honum ber að fara.

Gestur Guðjónsson, 26.11.2008 kl. 10:09

20 identicon

Það er ekki hægt að opna munninn og segja eina setningu án þess að einhver geti sagt að sú setning sé pólitísk.  En ástæðan fyrir því er að pólitík er byggð á hlutlægu mati á hvað sé pólitík.

Þessvegna er hægt að halda því fram að, hagfræðilega studd, ræða Þorvaldar hafi verið pólitísk og hafa rétt fyrir sér.  Í pólitísku réttlæti þess sem segir það.

en er helbert rugl.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband