Er Samkeppnisstofnun föst með hausinn í eigin koppi?
27.11.2008 | 16:05
Samkeppnisstofnun vill leggja flutningsjöfnun olíuvara niður.
Röksemd þeirra er sú að þeir vantreysta eigin starfsmönnum til að reikna út kostnaðarverð flutninga, og því sé hætt við að þau olíufyrirtæki sem þjónusta landsbyggðina fái of mikið úr sjóðnum, sem þau geta notað til að niðurgreiða eldsneyti á staðbundnum samkeppnismörkuðum.
Samkeppnisstofnun eyðir ekki einu einasta aukateknu orði í að ræða tilgang flutningssjóðs olíuvara.
Það sem Samkeppnisstofnun er að leggja til er að eldsneytisverð á Þórshöfn verði 3,3 krónum dýrara en í Reykjavík, eldsneytisverð á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp hækki um 5,1 krónu, Norðurfirði á Ströndum 4,3 krónur, Ísafirði um 1,1 krónur, Egilsstöðum um 1,6 krónur, Höfn 1,3 krónur, Djúpavogi um 2,5 krónur og svo framvegis.
Þessi stofnun hlýtur og verður að hafa í huga að flutningsjöfnunarsjóður er ekki búinn til í tómarúmi og hlýtur stofnunin að hafa það í huga þegar hún leggur svona lagað til. Annað væri óvönduð stjórnsýsla.
Samkeppnisstofnun hlýtur því að hafa haft samráð við byggðamálaráðherra við undirbúning þessara tillagna, enda er flutningsjöfnun olíuvara hluti af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar og ef ríkisstjórnin ætlar að hætta þessum byggðatengdu kostnaðarjöfnun er hún farin að sýna andlit gagnvart landsbyggðinni sem maður var að vona að hún hefði ekki.
Ef Samkeppnisstofnun hefur ekki haft samráð við byggðastofnun eða haft byggðasjónarmið í huga við vinnslu þessara tillagna er hún föst með hausinn í eigin koppi og ástundar óvönduð vinnubrögð.
Ríkisstjórnin verður að svara því hvort hún hafi gert þessa breytingu á byggðastefnu sinni.
Brugðist við efnahagsörðugleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Legg til að 10% flötum niðurskurði ráðuneytisins verði beint til Samkeppnisstofnunar svo hún vandi verk sín en verði ekki upptekin við að senda frá sér glórulaust rugl.
Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 16:37
Hvernig er þessu háttað í dag? Gestur þegar ég þekkti til fyrir c a. 20 árum var flutningsjöfnun þannig að að senda olíu frá Selfossi að Úthlíð Bisk var ein ferð ákveðið margir km greitt sama ferð farið að Miðhúsum næsta bæ önnur ferð nánast sami km þá ver ferðin notuð til að koma við í Austurhlíð Bisk það voru álíka margir km þarna voru komnir þrefaldir km miðað við það sem ekið var vegna þess að bæjunum var safnað saman í sömu ferð. Er þetta svona í dag.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.11.2008 kl. 20:24
Það er föst krónutala á líter fyrir hvert svæði núna. Sú tala byggir svo á kostnaðarlíkani, því sem Samkeppnisstofnun byggir sjálf og er í rauninni að segja að hún treysti ekki, svo undarlegt sem það er.
Gestur Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.