Hömlur hamla

Það er allrar athygli vert að Seðlabankanum sé veitt þessi völd, í ljósi þess að Samfylkingin hefur lýst vantrausti á þá sem þar stjórna.

Eða er það vantraust hjómið eitt, ætlað til að slá ryki í landsmenn?

Ég ætla rétt að vona, fyrst menn hafa þessa heimild, að þeir fari ekki að beita henni nema í ítrustu neyð og það verði gefið út fyrirfram að menn ætli að gera það þannig, því svona höft tefja bara þá nauðsynlegu aðlögun sem gjaldeyrismarkaðurinn þarf að fara í gegnum og því fyrr sem það gerist, því fyrr kemst á eðlilegur gjaldeyrismarkaður með eins eðlilegu gengi krónunnar og hægt er.


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Í frétt mbl.is segir:

Alþingi staðfesti í nótt frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Þar er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt.  Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009.

Dofri Hermannsson, 28.11.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband