Ábyrgð í ástandi sem Geir ber ekki ábyrgð á

Geir H Haarde ber vissulega ekki ábyrgð á hruni bankanna. Þeir voru einkafyrirtæki sem áttu að kunna fótum sínum forráð. Hluthafar og lánadrottnar bankanna geta ekki kennt honum um það.

En Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum og viðbragðsleysi við þeim viðvörunarljósum sem fóru að lýsa fyrir uþb 15 mánuðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þenslufjárlögum þegar lausafjárkreppan var byrjuð.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki nýtt lántökuheimild Alþingis strax í vor

Geir H Haarde ber ábyrgð á því að hafa ekki hafa ekki haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum við hjálparbeiðni Glitnis.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki útkljáð sín mál við breta án þess að bretar teldu rétt að beita okkur með óréttmætum hætti hryðjuverkalögum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á pólitískt skipuðum bankaráðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þeim gjaldeyrishömlum sem við búum nú við.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að uppbygging við Bakka er nú í uppnámi.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni allri ábyrgð á því að enn sitja Seðlabankastjórar og Fjármálaeftirlitsyfirmenn sem eru algerlega rúnir trausti

Það er margt fleira sem Geir H Haarde ber ábyrgð á, því getur hann ekki hlaupist frá.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hey flokksdindill, hver var fjármálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir?

Vertu maður ekki sauður!

Þór Jóhannesson, 29.11.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það mætti halda að Geir H Haarde væri "ber" í þessari upptalningu hjá þér!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þannig var það víst líka með nýju föt keisarans!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ekki má gleyma ábyrgð Framsóknarflokksins sem, ásamt Sjálfstæðisflokknum veikti innviði efnahgslífsins með verðbólgu, illa tímasettum stórframkvæmdum, of háum stýrivöxtum, illa tímasettum skattalækkunum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum.... og svo mætti lengi telja....

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hrun bankanna er ekki tengt sjálfri einkavæðingu þeirra. Athugið að Glitnir var ekki einkavæddur, en hrundi samt. Hver er að tala um annað en að selja bankana á ný þegar tími þess kemur?

Gestur Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þór: Hvort ertu að spyrja um Friðrik Sophusson eða Geir Haarde? Þú spyrð um fjármálaráðherra, þessir menn hafa gegnt því embætti.

Einar Sigurbergur Arason, 30.11.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband