Lýðræðislegt viðbragð Ögmundar

Það er gott að sjá að Ögmundur Jónasson áttar sig á því að hann býr í lýðræðisþjóðfélagi.

Þær skotgrafir sem ESB umræðan hefur alltaf leitað í er mein í íslensku samfélagi og þjóðfélagsumræðu. Hvað ESB aðild hefði í för með sér er ekki vitað og því geta menn á báðum köntum gefið sér forsendur og ráðist á þá sem ekki eru þeim sammála með offorsi í stað vitrænnar umræðu um hluti sem liggja á borðinu.

Ögmundur er ekki hræddur við dóm þjóðarinnar og er reiðubúinn að starfa áfram í hennar þágu, þótt hans skoðun verði undir. Fyrir það ber að hrósa honum, enda er hann með þessu að sýna lýðræðislegan þroska. Þroska sem fleiri þátttakendur í Evrópuumræðunni mættu taka sér til fyrirmyndar.

- og hananú


mbl.is Vill kjósa um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband