Stærsti vinargreiðinn bannaður

Lánveitingar nágrannaþjóðanna til okkar bera vissulega vott um mikið vinarþel í okkar garð.

Sömuleiðis var það íslenskri þjóð til mikillar gæfu að vinir okkar skyldu setja IMF leiðina að skilyrði fyrir aðstoðinni og setja einangrunarsinnum á Íslandi stólinn fyrir dyrnar.

En því miður bönnuðu þessar vinaþjóðir sínum mesta vinargreiðan sem þær hefði getað gert okkur.

Í samtölum mínum við fulltrúa dansks banka sem var hér á landi í síðustu viku kom fram að þeir hefðu endilega viljað kaupa einn íslensku bankanna og skjóta þannig fleiri stoðum undir eigin rekstur um leið og fleiri stoðum yrði skotið undir íslenska fjármálastarfsemi.

En skilyrði danskra yfirvalda fyrir aðstoð við danskar fjármálastofnanir er að þær hætti öllum kaupum á öðrum bönkum, þám íslenskum. Þess vegna er þeim ekki heimilt að koma okkur til hjálpar með þeim hætti sem best hefði verið, á eðlilegum viðskiptalegum forsendum.

Þetta er víst tilfellið í öðrum nágrannalöndum okkar og á meðan sitjum við uppi með ríkisrekna banka, stjórnað af gömlu stjórnendunum undir pólitískt skipuðum bankaráðum, sem er afar hættuleg blanda fyrir spillingu.


mbl.is Íslendingar muna vinargreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Færeyingar eru okkur vinveittastir það er eingin spurning og Ingibjörg utanríkisráðherra þakkar það sérstaklega með því að gera Albert Jónsson sendiherra Íslands í Færeyjum ,þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki reynst okkur góðir vinir raun okkar bestu menn eru sendir þangað sem okkur er best tekið Þakka ber Ingibjörgu þennan heiðurr til vina okkar í Færeyjum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.12.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband