Útfærslan má ekki verða skrípó

Ríkisstjórnin og Alþingi verða að vanda sig við útfærslu á þessum stefnumiðum, sem sum eru góð en önnur ekki. Það má ekki takast jafn óhönduglega til og með lögin um hlutfallsatvinnuleysisbæturnar.

Hugmyndin er góð sem slík, en lögin gilda bara til 1. maí 2009, þannig að rétt þegar fólk er komið inn í kerfið, verður það lagt niður.

Sem þýðir í raun að það verður aldrei að veruleika í neinum mæli sem máli skiptir. Er bara skrípó.

Forsenda fjárfestingasjóðs atvinnulífsins verður að vera að gjaldeyrishöft verði afnumin fyrst. Annars verður fjárfestingasjóðurinn ríkisstyrkt sjóðasukk með einokunaraðstöðu á markaði í krafti inngreiðslna launþega og atvinnurekenda. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa val, ákall um að menn eigi að haga sér vel og misnota ekki aðstöðu sína skiptir engu máli í því sambandi.


mbl.is Mikilvægar og þarfar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband