Er ríkisstjórninni sama um landslög?
3.12.2008 | 10:48
Það lýðskrum ríkisstjórnarinnar að senda tilmæli til Kjararáðs um að lækka eigin laun, lýsir kannski betur en margt annað hvernig komið er fyrir íslensku stjórnkerfi.
Virðingin fyrir landslögum og þar með Alþingi sem löggjafarvaldi er engin. Annað hvort þekkir framkvæmdavaldið ekki þau lög sem því ber að fara eftir eða er alveg sama um þau.
Svar Kjararáðs er skýrt: Því er ekki heimilt að lækka launin.
Lögfræðingarnir í ríkisstjórninni gátu sagt sér þetta fyrirfram, enda hefur slíkt erindi áður verið sent kjararáði og það afgreiddi málið með nákvæmlega saman hætti. Þá var það Davíð Oddsson sem þurfti að afvegaleiða umræðu.
Ef framkvæmdavaldið er orðið svona gersamlega virðingarlaust fyrir lögum landsins er ekki von á góðu. Það ber greinilega ekkert traust til löggjafarvaldsins, sem þrátt fyrir það lýsir yfir trausti til handhafa framkvæmdavaldsins. Því bera þeir Alþingismenn sem það gerðu ábyrgð á - allir.
Fjárlagagerðin og framkvæmd þeirra er annað dæmi.
Ég ætla ekki að fara yfir þau brot á landslögum sem ýmsir þeir gerningar framkvæmdir hafa verið undanfarið og er verið að framkvæma. Til þess eru aðrir betur færir, en það verður að fara í grundvallarbreytingar á samskiptum og skilum löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að koma í veg fyrir að svona viðhorf eins og núverandi ríkisstjórn hefur gagnvart Alþingi og löggjafarvaldinu fái að grassera
Fjárlögin úr nefnd eftir rúma viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.