Hver sagði hvað hvenær? - er Samfylkingin stjórnlaus?
4.12.2008 | 21:46
Fyrst Davíð sagði ekki 0%, hvað sagði hann þá?
Sagði hann að allt væri í himnalagi?
Einhvernvegin held ég að það geti ekki verið. Ef svo hefði verið ætti það líka að koma fram.
Það sem meira er, ef hann hefur sagt eitthvað í þessa átt, að útlitið væri svart, hví í veröldinni var viðskiptaráðherra ekki gert viðvart um orð seðlabankastjóra, eins og hann hefur haldið fram?
Ef þetta er tilfellið og Ingibjörg Sólrún vantreystir Björgvini G Sigurðssyni sem viðskiptaráðherra á þann hátt að hann fær ekki slíkar upplýsingar, hlýtur maður að spyrja hví í veröldinni hún skiptir honum ekki út fyrir manni sem hún treystir?
Á þessum tímum verður fullkomið traust að ríkja á milli manna í ríkisstjórn, sérstaklega innan stjórnarflokkanna. Getur verið að ástæðan sé að Samfylkingin sé raunverulega klofin, eins og ég hef áður haldið fram að hún sé og slík brottvikning myndi opinbera klofninginn?
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Út á hvað gengur umræðan þarna í utanríkisráðuneytuni dag frá degi. Spyr sá sem ekki veit. Alþjóða fjármála og viðskipta umræðan var allvega sú að Íslenska bankaviðskiptakerið utan ríkisins Íslands yrði fyrst til að hrynja eftir fall Lehams Brother síðsumars 2007. Kannski smámál eins og 0%.
Von að þjóðin sé vantrúuð.
Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 21:58
Þessi færsla er illskiljanleg athugasemd við fréttina. Þar leiðréttir Ingibjörg Davíð um fundartíma og efnisatriði. Þú ferð í framhaldi að tala um klofning í Samfylkingunni. Á að reyna að draga einhverja með sér inn í sundurlyndi og ágreining flokksbrota í Framsóknarflokknum.
Skil að það geti verið leiðinlegt til lengdar að vera í örflokki sem logar stafnana á milli. Einbeittu orkunni bara í slökkvistarfið og að skilgreina ykkar framtíð. Með góðum ósku, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2008 kl. 22:13
ISG sagði að hann hefði ekki sagt 0%, en hvað sagði hann þá? Þetta er ekki leiðrétting á ummælum. Þetta eru mótmæli við ummæli og ábyrgðarflótti.
Gestur Guðjónsson, 5.12.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.