Óþægilegur sannleikur fyrir sveitarfélögin

Í þeim löndum sem ég þekki til í, er rammi útgjalda sveitarfélaganna háð samþykkis ríkisvaldsins.

Það er gert til að tryggja samhæfða hagstjórn.

Hér á landi er talað um sjálfstæði sveitarfélaganna og því er ekkert hugsað um heildarmyndina. Hér vinnur bara hver í sínu horni í brjálaðri innri samkeppni um íbúana á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi í mikilli varnarbaráttu, þar sem hver brottfluttur þýðir minni útsvarstekjur.

Þetta er eitt af því sem þarf að laga í nýju Íslandi.


mbl.is Hagstjórn illa samhæfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég vil skýran greinarmun á sveitarfélögum á þenslusvæðum sem hafa getað staðið í því að auka útgjöld og hafa geta staðið í framkvæmdum og hinum sem hafa verið utan þenslusvæða.

Síðan vantar í umfjöllunina hjá þér að hlutfall útgjalda sveitarfélaga af útgjöldum hins opinbera er mun lægra hér en t.d. á Norðurlöndunum þannig að þau eru minni player í þessu öllu saman.

Sigurður Árnason, 5.12.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er mikið til í þessu hjá þér, ég held að sérstaklega sé þörf á því að samræma og fylgjast með erlendri lántöku sveitarfélaganna, sem hefur verið með ríflegra móti undanfarin ár.

Sem var það síðasta sem þurfti að bæta í þennsluna og gjaldeyrisinnflæðið.

G. Tómas Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hárrétt Gestur.

Atriði sem mér hefur nú stundum orðið tíðrætt um gegn um tíðina, en því til viðbótar má nefna á hinn bóginn að atvinnustefnumótun stjórnvalda hvað varðar til dæmis tekjur sveitarfélaga úti á landi, er einnig nær einhliða á þinginu án aðkomu sveitarstjórnarmanna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.12.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband