Hvernig er siðferði og vinnubrögð fulltrúa VG?
15.12.2008 | 00:39
Það að foreldrar stúlkunnar hafi samþykkt að eitt af þeim fjórum bréfum sem gengið hafa milli borgarinnar og hennar er það samt sem áður trúnaðarbrot af hálfu Þorleifs Gunnlaugssonar gagnvart 32. grein Sveitarstjórnarlaga að senda bréfið til fjölmiðla.
Ef foreldrar stúlkunnar hefðu birt bréfið eru þau einnig að brjóta trúnað gagnvart barninu, sem er ekki sjálfráða, þannig að samþykki þeirra á þessum gjörningi Þorleifs hefur ekkert að segja í mínum augum.
Mér þykir miður að Sóley Tómasdóttir skuli verja þennan gjörning, en fyrir borgarstjórn, sem ég vona að hún setjist sem fyrst í, liggur að samþykkja siðareglur, þar sem segir í 6. gr. um trúnað
"Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum.
Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum."
Þorleifur hlýtur að leggjast gegn því að þetta verði samþykkt, sé hann samkvæmur sjálfum sér.
Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vei yður, þér hræsnarar ...
Jóhannes Ragnarsson, 15.12.2008 kl. 09:31
Jóhannes. Hverju ertu að formæla?
Gestur Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.