...og menn ætla að fækka hjá efnahagsbrotadeild!!!

Það eru þau undarlegustu tíðindi sem ég hef heyrt lengi, að fækka eigi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, eins og til stendur skv fréttum.

Nema það sé vegna þess að þessari rannsókn á Baugsfjölskyldunni sé lokið?

Á samt einhvernvegin erfitt með að trúa því að menn telji að þar með séu öll stórkallaskattalagabrot rannsökuð.

Nema að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilji ekki að aðrir en Baugsfólkið sé rannsakað almennilega?


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég las bókina Bör Borsson eftir norska skáldið Falkenberget sem Helgi heitinn Hjörvar þýddi og las í Ríkisútvarpið við eindæma hlustun fyrir miðja síðustu öld.  Þar var skraddari sem Bör Börsson skuldaði einhverja peninga fyrir gerð á þjóðbúningum.  Eitthvað gekk erfiðlega að rukka inn peningana, þannig að endingu lokaði skraddarinn sjoppunni og gerði það að eina starfi sínu að eltast við Bör Börsson til að rukka hann og eirði sér hvorki svefns né hvíldar þar til að lokum, ég held, að hann hafi örmagnast.

Ríkislögreglustjóraembættið minnir mið eilítið á þennan skraddara.

Með kveðju, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 18.12.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Ingvar

Það er jú sjálfgefið að  skera verði niður í efnahagsbrotadeild. Það er jú orðin allt önnur fjármálaumhverfi á landinu. Ríkið á bankanna og fyrirtækin á hausnum, það er ekki víst að það þurfi að rannsaka mörg efnahagsbrot á næstum árum.   En málið er að það þarf að loka sjúkradeildum vegna þess að einstaklingar og fyrirtæki borga ekki skattana sína sem lög hveða á um.

Ingvar 

Ingvar, 18.12.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband