Keisarinn er nakinn - Landið er stjórnlaust

Utanríkisráðherra fordæmir sem betur fer innrás Ísraelsmanna á Gaza - Menntamálaráðherra segir ekki hægt að fordæma hana.

Sjálfstæðisflokkurinn veit ekki hvað hann vill í ESB málum - amk ekki enn og er að undirbúa það undir hótunum Samfylkingarinnar um að ríkisstjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt, verði ekki sótt um aðild, jafnvel þótt ríkisstjórnarsáttmálinn sé skýr á ESB sviðinu

Enginn veit hvað ríkisstjórnin ætlar að gera varðandi lögsókn á hendur Breta, jafnvel þótt Alþingi hafi talað afar skýrt.

Enginn veit hvað ríkisstjórnin ætlar sér í efnahagsmálum. Líklegast vegna þess að flokkarnir geta ekki komið sér saman um hvert halda skuli.

Seðlabankastjóri situr, jafnvel þótt Samfylkingin vilji hann burt.

Yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins situr, jafnvel þótt þingmenn Sjálfstæðismanna vilji endurnýjun þar.

Það er eins og barnið sagði, keisarinn er nakinn.

Það er öllum ljóst sem það vilja sjá. Landið er stjórnlaust.


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Satt er það. Algerlega stjórnlaust.

Diesel, 4.1.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband