Vönduð vinna skilar árangri
7.1.2009 | 08:20
Nýi meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur svo sannarlega staðið undir þeirri ábyrgð sem hann axlaði, þegar Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir leystu borgina undan viðjum stjórnleysis.
Að geta skilað fjárhagsáætlun í þessu árferði, þar sem varnarlínan er dregin við að engum verði sagt upp, engin grunnþjónusta skert og engar gjaldskrár hækkaðar, er stórafrek.
Strax í myndun meirihlutans var ákveðið að taka þyrfti á fjármálum borgarinnar af ábyrgð og festu og hefur sú vandaða vinna sem Óskar og Hanna Birna hafa leitt, í mun meiri samvinnu við minnihlutann en áður hefur þekkst, en ekki síður í góðri samvinnu við stjórnkerfi borgarinnar, skilað þeim árangri að borginni verður stjórnað með hliðsjón af eins raunhæfri fjárhagsáætlun og aðstæður í samfélaginu gera mögulegt.
Við í umhverfis- og samgönguráði unnum fjölda hagræðingartillagna með starfsmönnum sviðsins, sem hafa mætt þeim kröfum sem til okkar voru gerðar, auk þess sem við komum með nokkrar miðlægar tillögur sem eru ekki bara til peningalegs hagræðis, heldur einnig umhverfislegs. Umhverfismál þurfa nefnilega ekki alltaf að kosta aukin útgjöld. Góðir búskaparhættir eru nefnilega yfirleitt umhverfisvænni en aðrir. Um tillögurnar var góð sátt alveg fram á síðasta fund, þegar fulltrúar minnihlutans fóru allt í einu að bóka á neikvæðum nótum. Það er þeirra val, sem ég harma, því það er jú auðvitað alltaf betra fyrir borgarbúa að hafa alla sjö ráðsmennina saman í liði við að gera borgina betri, en að vera fjögur við það en hafa þrjá af fulltrúum upptekna við að finna atriði sem hægt er að slá pólitískar keilur með. Vonandi fellur þessi veggur sem fyrst aftur, því hugmyndir minnihlutans eru auðvitað margar góðar, minna væri nú.
Þessari fjárhagsáætlun verður fylgt eftir með nýjum hætti, þar sem hún verður endurskoðuð reglulega, sem er afar jákvætt, sérstaklega í þessu efnahagsumhverfi og vonandi heldur það verklag áfram einnig þegar ísa leysir.
En vinnubrögðin eru til fyrirmyndar, niðurstaðan eftir því og ég er stoltur af því að tilheyra þessum hópi.
Rætt um fjárhagsáætlun fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er allt annað yfirbragð yfir borgarmálum í dag og ekki fer framhjá neinum að ferskir vindar leika um ráðhúsið þessa dagana. Hönnu Birnu þekki ég af miklum myndugleik og í henni hef ég séð hugsanlegan framtíðarleiðtoga Sjálfstæðismanna.
Það litla sem ég hef séð og heyrt til Óskars er gott eitt. Hans stærsti ókostur er að vera Framsóknarmaður.
Sveinn Ingi Lýðsson, 7.1.2009 kl. 08:31
Tel það reyndar einn af hans kostum, en svona líta menn hlutina mismunandi augum.
Gestur Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 09:27
Má nokkuð gleyma húmornum Gestur?
Sveinn Ingi Lýðsson, 7.1.2009 kl. 11:17
alls ekki...
Gestur Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 13:26
Tek undir orð þín Gestur. Vinnubrögðin sem voru tekin upp þegar Hanna Birna tók við starfi borgarstjóra eur meirihlutanum til sóma - bæði Sjálfstæðismönnum og Óskari.
Það að minnihlutinn skuli núna hafa sagtsig úr lögum við meirihlutann er leitt. En var á meðan var og minnihlutinn sýndi ábyrgðartilfinningu eftir að HB tók við stjórninni og allt gekk vel. Ég tel reyndar að þau vinnubrögð sem urðu til þess að minnihlutinn vann með meirihlutanum að málum hafi ekki síst komið sér vel fyrir minnilutann.
Ef minnihlutinn vill fara að skjóta sig í lappirnar aftur þá er það þeirra mál. Meirhlutinn getur stoltur sagt - við létum þarfir Reykjavíkur ganga fyrir. Til hamingju með það.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2009 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.